Þjóðmál - 01.06.2012, Blaðsíða 10

Þjóðmál - 01.06.2012, Blaðsíða 10
 Þjóðmál SUmAR 2012 9 Þegar rætt er um ESB segir Ólafur Ragnar að það hafi verið „mjög á reiki hvort sú þjóðaratkvæðagreiðsla sem Alþingi myndi samþykkja varðandi Evrópusambandið væri ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla eða hinn endanlegi dómur“ . Að mati sumra ætti alþingi að eiga síðasta orðið hvað sem þjóðin segði í atkvæðagreiðslu . Hann hafi hins vegar sagt að í þessu stórmáli ætti „þjóðin afdráttarlaust og skilyrðislaust að hafa síðasta orðið, en ekki vera bara í ráðgefandi hlutverki“ . Með þessum orðum skipar Ólafur Ragnar sér í sveit með andstæðingum ESB­aðildar sem óttast að ESB­aðildarsinnar á alþingi ætli að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu til málamynda en eiga sjálfir síðasta orðið á þingi . Þóra Arnórsdóttir tók undir þetta sjón­ armið Ólafs Ragnars um ESB og þjóðar­ atkvæðagreiðsluna þegar hún opnaði kosn­ ingaskrifstofu sína 28 . maí . Með því sýnir hún að ekki sé ástæða til að draga skil á milli afstöðu hennar og Ólafs Ragnars þegar kemur að ESB­málinu . Öðrum frambjóðendum en Ólafi Ragn­ ari og Þóru gengur illa að slá í gegn í fjöl­ miðlum . Ástþór Magnússon hefur þó alltaf sérstakt lag á að komast í fjölmiðla þótt það auki ekki fylgi hans samkvæmt könnunum . Ari Trausti Guðmundsson er þriðji í röð frambjóðenda með fylgi samkvæmt könn­ unum . Hann hefur alla burði til að gegna embætti forseta Íslands en ólíklegt er að hann fái nægilegt fylgi til þess . Sömu sögu er að segja um Herdísi Þorgeirsdóttur; fylgi hennar er þó mun minna en Ara Trausta . IV . Öllum frambjóðendum fyrir utan Þóru hefur orðið tíðrætt um hlut ríkisútvarpsins í kosningabaráttunni . Dögg Pálsdóttir, lögmaður Herdísar Þor­ geirsdóttur, ritaði Sigríði Hagalín Björns­ dóttur, varafréttastjóra ríkisútvarps ins, bréf 9 . maí 2012 og kvartaði meðal annars undan því að Þóra hefði átölulaust starfað í sjón varpi í þrjá mánuði frá 5 . janúar 2012 þegar hún útilokaði ekki forsetaframboð þar til hún tilkynnti það 4 . apríl 2012 . Ríkis­ útvarpið hljóti að þurfa að tryggja að engir samstarfsmenn Þóru komi nálægt þáttar­ gerð vegna forsetakosninga, til þess séu þeir vanhæfir . Sigríður Björnsdóttir Hagalín sagði við Smuguna, vefsíðu VG, hinn 18 . maí að hún og samstarfsmenn hennar tækju „auðvitað“ alvarlega að vera sögð vanhæf . Þau væru hins vegar fyrst og fremst fagfólk og tækju á málinu „sem slíku“ . Hún sagði orðrétt: „Hver ein og einasta manneskja sem tekur þátt í umfjölluninni er ákveðin í að vanda sig .“ Þessi orð bera ekki vott um mikinn faglegan skilning á vanhæfisreglum . Í því efni felst fagmennska einmitt í viðbrögðum í samræmi við reglurnar . Þar segir hvergi að „fagmenn“ séu ekki bundnir af þeim . Full ástæða er fyrir frambjóðendur að huga að því hvernig ríkisútvarpið gengur fram vegna forsetakosninganna . Ástþór Magnússon hefur skotið ágreiningi sín um við fjölmiðlanefnd mennta mála ráðu neyt­ isins til umboðsmanns alþingis . Ágrein ing­ inn má rekja til kvörtunar vegna fram komu ríkisútvarpsins gagnvart Ástþóri . Um boðs­ maður hefur óskað skýringa og kunna þær að leiða til þess að stjórnendur ríkis­ útvarpsins verði að lúta stjórn sýsluregl um en geti ekki litið á sig sem ríki í ríkinu . Athygli vakti að ríkisútvarpið sagði aldrei frá hinni miklu gagnrýni Ólafs Ragnars á stofnunina í þættinum Sprengisandi hinn 13 . maí . Forsetaframbjóðandinn Andrea Jóhanna Ólafsdóttir segir á vefsíðu sinni að það gefi auga leið að það hljóti að vera erfitt og vandasamt verkefni fyrir starfsmenn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.