Þjóðmál - 01.06.2012, Side 10

Þjóðmál - 01.06.2012, Side 10
 Þjóðmál SUmAR 2012 9 Þegar rætt er um ESB segir Ólafur Ragnar að það hafi verið „mjög á reiki hvort sú þjóðaratkvæðagreiðsla sem Alþingi myndi samþykkja varðandi Evrópusambandið væri ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla eða hinn endanlegi dómur“ . Að mati sumra ætti alþingi að eiga síðasta orðið hvað sem þjóðin segði í atkvæðagreiðslu . Hann hafi hins vegar sagt að í þessu stórmáli ætti „þjóðin afdráttarlaust og skilyrðislaust að hafa síðasta orðið, en ekki vera bara í ráðgefandi hlutverki“ . Með þessum orðum skipar Ólafur Ragnar sér í sveit með andstæðingum ESB­aðildar sem óttast að ESB­aðildarsinnar á alþingi ætli að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu til málamynda en eiga sjálfir síðasta orðið á þingi . Þóra Arnórsdóttir tók undir þetta sjón­ armið Ólafs Ragnars um ESB og þjóðar­ atkvæðagreiðsluna þegar hún opnaði kosn­ ingaskrifstofu sína 28 . maí . Með því sýnir hún að ekki sé ástæða til að draga skil á milli afstöðu hennar og Ólafs Ragnars þegar kemur að ESB­málinu . Öðrum frambjóðendum en Ólafi Ragn­ ari og Þóru gengur illa að slá í gegn í fjöl­ miðlum . Ástþór Magnússon hefur þó alltaf sérstakt lag á að komast í fjölmiðla þótt það auki ekki fylgi hans samkvæmt könnunum . Ari Trausti Guðmundsson er þriðji í röð frambjóðenda með fylgi samkvæmt könn­ unum . Hann hefur alla burði til að gegna embætti forseta Íslands en ólíklegt er að hann fái nægilegt fylgi til þess . Sömu sögu er að segja um Herdísi Þorgeirsdóttur; fylgi hennar er þó mun minna en Ara Trausta . IV . Öllum frambjóðendum fyrir utan Þóru hefur orðið tíðrætt um hlut ríkisútvarpsins í kosningabaráttunni . Dögg Pálsdóttir, lögmaður Herdísar Þor­ geirsdóttur, ritaði Sigríði Hagalín Björns­ dóttur, varafréttastjóra ríkisútvarps ins, bréf 9 . maí 2012 og kvartaði meðal annars undan því að Þóra hefði átölulaust starfað í sjón varpi í þrjá mánuði frá 5 . janúar 2012 þegar hún útilokaði ekki forsetaframboð þar til hún tilkynnti það 4 . apríl 2012 . Ríkis­ útvarpið hljóti að þurfa að tryggja að engir samstarfsmenn Þóru komi nálægt þáttar­ gerð vegna forsetakosninga, til þess séu þeir vanhæfir . Sigríður Björnsdóttir Hagalín sagði við Smuguna, vefsíðu VG, hinn 18 . maí að hún og samstarfsmenn hennar tækju „auðvitað“ alvarlega að vera sögð vanhæf . Þau væru hins vegar fyrst og fremst fagfólk og tækju á málinu „sem slíku“ . Hún sagði orðrétt: „Hver ein og einasta manneskja sem tekur þátt í umfjölluninni er ákveðin í að vanda sig .“ Þessi orð bera ekki vott um mikinn faglegan skilning á vanhæfisreglum . Í því efni felst fagmennska einmitt í viðbrögðum í samræmi við reglurnar . Þar segir hvergi að „fagmenn“ séu ekki bundnir af þeim . Full ástæða er fyrir frambjóðendur að huga að því hvernig ríkisútvarpið gengur fram vegna forsetakosninganna . Ástþór Magnússon hefur skotið ágreiningi sín um við fjölmiðlanefnd mennta mála ráðu neyt­ isins til umboðsmanns alþingis . Ágrein ing­ inn má rekja til kvörtunar vegna fram komu ríkisútvarpsins gagnvart Ástþóri . Um boðs­ maður hefur óskað skýringa og kunna þær að leiða til þess að stjórnendur ríkis­ útvarpsins verði að lúta stjórn sýsluregl um en geti ekki litið á sig sem ríki í ríkinu . Athygli vakti að ríkisútvarpið sagði aldrei frá hinni miklu gagnrýni Ólafs Ragnars á stofnunina í þættinum Sprengisandi hinn 13 . maí . Forsetaframbjóðandinn Andrea Jóhanna Ólafsdóttir segir á vefsíðu sinni að það gefi auga leið að það hljóti að vera erfitt og vandasamt verkefni fyrir starfsmenn

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.