Þjóðmál - 01.06.2012, Blaðsíða 9

Þjóðmál - 01.06.2012, Blaðsíða 9
8 Þjóðmál SUmAR 2012 sína og fram í miðjan maí mældist Þóra Arn órs dóttir sjónvarpskona með meira fylgi en hann . Ólafur Ragnar sannfærðist um að það hefði skaðað framboð sitt að hann bæði um skilning á að hann sæti ekki 20 ár í embætti . Tók hann þá til við að kæfa allar umræður um að hann væri aðeins að tjalda til skamms tíma næði hann kjöri sem forseti í fimmta sinn . Ólafi Ragnari varð á í messunni í ný árs­ ávarpinu og með óskinni um að þjóðin sýndi því skilning að hann gegndi embættinu aðeins tímabundið yrði hann endur kjörinn . Offorsið, sem hann hefur sýnt eftir að hann hóf kosningabaráttu sína, miðar að því að draga athyglina frá þessum vand ræða gangi . II . Sunnudaginn 13 . maí 2012 sat Ólafur Ragnar fyrir svörum í Bylgjuþættinum Sprengisandi . Þar gagnrýndi hann fjölmiðla og þó sérstaklega ríkisútvarpið (RÚV) harðlega . Hann sagði fjölmiðla hafa lagt sig í líma við að rifja upp neikvæð skrif um sig og lofa aðra frambjóðendur . Fréttastofa ríkis sjónvarpsins hefði auk þess misnotað stöðu sína til að styðja framboð Þóru Arn­ órs dóttur . Hann nefndi til marks um það fréttaflutning sambýlismanns Þóru, Svav­ ars Halldórssonar, af skoðanakönnun sam­ takanna Betri kostur á Bessastaði í ríkis­ sjón varpinu 20 . mars 2012 . Samtökin voru stofn uð í tengslum við Samfylkinguna til að leita að frambjóðanda gegn Ólafi Ragnari og styðja framboð Þóru . Þá tók Ólafur Ragnar rispu í Frétta­ blaðinu laugardaginn 26 . maí þegar Stígur Helgason ræddi við hann . Fékk Stígur það óþvegið þegar hann spurði Ólaf Ragnar um hvort hann ætlaði kannski að stíga til hliðar á kjörtímabilinu . Svarið var á þessa leið: Þessi áróður sem hefur gengið hér, að ég ætlaði bara að vera í tvö ár, er fyrst og fremst ættaður úr herbúðum andstæðinga . Hann var sá boðskapur sem Svavar [Halldórsson] reyndi að koma á framfæri í fréttum RÚV á sama tíma og verið var að mæla stuðning við Þóru og hún hafði veitt samþykki sitt til þess . Ég hef aldrei lýst því yfir að ég ætlaði bara að vera í tvö ár . Ég er að bjóða mig fram til fjögurra ára . […] Það er auðvitað eftir öðru að þetta skuli vera aðalmálið sem Fréttablaðið hefur áhuga á að ræða í þessu viðtali . Blaðamaðurinn gaf sig ekki en aðferð Ólafs Ragnars var skýr . Hann ætlaði að bíta af sér eigin yfirlýsingu . Ingimar Karl Helgason, fréttamaður VG­vefsíðunnar Smugunnar, blandaði sér í málið og sagði sunnudaginn 27 . maí að Svavar væri hafður fyrir rangri sök . Ólafur Ragnar ruglaði saman frétt Svavars og Höskuldar Kára Schrams á Stöð 2 sem hefði sagt í frétt 4 . mars 2012 að Ólafur Ragnar útilokaði „ekki að láta af embætti á miðju kjörtímabili“ . Ólafur Ragnar hefur gert þrjú axarsköft við upphaf baráttu fyrir að verða forseti í fimmta sinn: 1 . Hann stóð ekki við fyrirheit í nýársávarpi . 2 . Hann bað um skilning á því að hann sæti ekki kjörtímabilið næði hann kjöri . 3 . Hann hefur sambýlismann helsta mótframbjóðenda síns fyrir rangri sök . Þetta hrín þó ekki á kappanum, hann herðist við hverja raun og fylgi hans eykst . III . K annanir sýna að sjálfstæðismenn og framsóknarmenn eru máttarstólpar í fylgi Ólafs Ragnars . Hann gengst upp í andstöðu við ríkisstjórnina og skipar sér þar við hlið Morgunblaðsins undir ritstjórn Davíðs Oddssonar .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.