Þjóðmál - 01.06.2012, Page 9
8 Þjóðmál SUmAR 2012
sína og fram í miðjan maí mældist Þóra
Arn órs dóttir sjónvarpskona með meira fylgi
en hann .
Ólafur Ragnar sannfærðist um að það
hefði skaðað framboð sitt að hann bæði um
skilning á að hann sæti ekki 20 ár í embætti .
Tók hann þá til við að kæfa allar umræður
um að hann væri aðeins að tjalda til skamms
tíma næði hann kjöri sem forseti í fimmta
sinn .
Ólafi Ragnari varð á í messunni í ný árs
ávarpinu og með óskinni um að þjóðin sýndi
því skilning að hann gegndi embættinu
aðeins tímabundið yrði hann endur kjörinn .
Offorsið, sem hann hefur sýnt eftir að hann
hóf kosningabaráttu sína, miðar að því að
draga athyglina frá þessum vand ræða gangi .
II .
Sunnudaginn 13 . maí 2012 sat Ólafur Ragnar fyrir svörum í Bylgjuþættinum
Sprengisandi . Þar gagnrýndi hann fjölmiðla
og þó sérstaklega ríkisútvarpið (RÚV)
harðlega . Hann sagði fjölmiðla hafa lagt
sig í líma við að rifja upp neikvæð skrif um
sig og lofa aðra frambjóðendur . Fréttastofa
ríkis sjónvarpsins hefði auk þess misnotað
stöðu sína til að styðja framboð Þóru Arn
órs dóttur . Hann nefndi til marks um það
fréttaflutning sambýlismanns Þóru, Svav
ars Halldórssonar, af skoðanakönnun sam
takanna Betri kostur á Bessastaði í ríkis
sjón varpinu 20 . mars 2012 . Samtökin voru
stofn uð í tengslum við Samfylkinguna til að
leita að frambjóðanda gegn Ólafi Ragnari
og styðja framboð Þóru .
Þá tók Ólafur Ragnar rispu í Frétta
blaðinu laugardaginn 26 . maí þegar Stígur
Helgason ræddi við hann . Fékk Stígur það
óþvegið þegar hann spurði Ólaf Ragnar
um hvort hann ætlaði kannski að stíga til
hliðar á kjörtímabilinu . Svarið var á þessa
leið:
Þessi áróður sem hefur gengið hér, að ég
ætlaði bara að vera í tvö ár, er fyrst og
fremst ættaður úr herbúðum andstæðinga .
Hann var sá boðskapur sem Svavar
[Halldórsson] reyndi að koma á framfæri
í fréttum RÚV á sama tíma og verið var
að mæla stuðning við Þóru og hún hafði
veitt samþykki sitt til þess . Ég hef aldrei
lýst því yfir að ég ætlaði bara að vera í tvö
ár . Ég er að bjóða mig fram til fjögurra
ára . […]
Það er auðvitað eftir öðru að þetta skuli
vera aðalmálið sem Fréttablaðið hefur
áhuga á að ræða í þessu viðtali .
Blaðamaðurinn gaf sig ekki en aðferð Ólafs
Ragnars var skýr . Hann ætlaði að bíta af sér
eigin yfirlýsingu . Ingimar Karl Helgason,
fréttamaður VGvefsíðunnar Smugunnar,
blandaði sér í málið og sagði sunnudaginn
27 . maí að Svavar væri hafður fyrir rangri
sök . Ólafur Ragnar ruglaði saman frétt
Svavars og Höskuldar Kára Schrams á Stöð
2 sem hefði sagt í frétt 4 . mars 2012 að
Ólafur Ragnar útilokaði „ekki að láta af
embætti á miðju kjörtímabili“ .
Ólafur Ragnar hefur gert þrjú axarsköft
við upphaf baráttu fyrir að verða forseti í
fimmta sinn: 1 . Hann stóð ekki við fyrirheit
í nýársávarpi . 2 . Hann bað um skilning á því
að hann sæti ekki kjörtímabilið næði hann
kjöri . 3 . Hann hefur sambýlismann helsta
mótframbjóðenda síns fyrir rangri sök .
Þetta hrín þó ekki á kappanum, hann
herðist við hverja raun og fylgi hans eykst .
III .
K annanir sýna að sjálfstæðismenn og framsóknarmenn eru máttarstólpar
í fylgi Ólafs Ragnars . Hann gengst upp í
andstöðu við ríkisstjórnina og skipar sér
þar við hlið Morgunblaðsins undir ritstjórn
Davíðs Oddssonar .