Þjóðmál - 01.06.2012, Side 71

Þjóðmál - 01.06.2012, Side 71
70 Þjóðmál SUmAR 2012 einhverja ímyndaða tilvist eða ímyndaðar verur . Eitt mögulegt svar frjálshyggju­ manna er að ríkisvald sé uppspretta kúg­ unar í tilfelli Tíbets og Eystrasaltsríkjanna — og að takmörkun á búsetufrelsi sé rétt­ lætan leg til að verjast ráðabruggi ríkisvalds . Slík ábend ing væri að sjálfsögðu rétt, en hún missir marks, því að aðstaðan væri sú sama þó að menningar­pólitíska valdataflið væri skipulagt af frjálsum félagasamtökum, hvort sem um væri að ræða fyrirtækjasam­ steypu, trúfélag, þjóðmenningarhóp eða verkalýðs samtök . Rothbard lýsti skoðun sinni á álita efn­inu í ræðu á þingi Mont Pèlerin­sam­ takanna í Río de Janeiro í Brasilíu haust­ ið 1993 . Grein byggð á ræðunni birt ist í Journal of Libertarian Studies haust ið 1994 (11:1) undir heitinu „Nations by Consent: Decomposing the Nation­State“ (Þjóðir með samþykki: Að sundra þjóðríkinu) . Rothbard byrjar greinina á að greina þjóðar hug takið frá ríkishugtakinu og að gagn rýna tómhyggjulega nálgun sumra frjáls hyggjumanna gagnvart tungumáli, menningu og félagslegum einingum á borð við fjöl skyldu og þjóð, sem fólk fæðist jafnan inn í . Þjóðir eru ekki hugsmíð, eins og þó nokkrir handhafar tískuskoðana hneigjast að, heldur raunveruleg fyrirbæri í mann líf­ inu sem varða gjarnan sjálfsmynd og kímni­ gáfu fólks, svo að eitthvað sé nefnt . Rothbard leggur áherslu á rétt samfélagsheilda, eins og þjóða og þjóðarbrota, til aðskilnaðar frá ríkjum sem þær vilja ekki tilheyra og rétt þeirra til að sameinast öðrum einingum að eigin vali . Meginreglan væri sú sama og í sam­ skiptum einstaklinga: eignarréttur og frjálsir samn ingar en ekki ofbeldi og þvingun . Svar Rothbards við spurningunni um hver innflytjendastefna frjálshyggjunnar sé, er byggt á fyrrnefndu líkani anarkó­kapítal­ ismans . Samkvæmt því líkani, þar sem allt land er í einkaeigu og ekkert ríkisvald er til staðar, mun ákvörðunarvald um rétt fólks til búsetu velta á landeigendum einum . Í raun leysist innflytjendavandinn alfarið upp í anarkó­kapítalísku skipulagi, því að þá skiptist fólk ekki lengur í ríkisborgara annars vegar og ekki ríkisborgara hins vegar: búseturéttur réðist eingöngu af eignar­ rétti og samningum . Þegar þessi ein földu sannindi eru höfð í huga blasir niður staðan við: landsvæði yrðu að jafnaði ekki opin til búsetu í fyrirmyndarsamfélagi frjáls­ hyggjunnar, heldur réðist búsetustefnan af vilja og hagsmunum landeigenda eða sam­ taka þeirra . Niðurstaðan undirstrikar auðvitað mik­il vægan greinarmun varðandi kapítal ­ íska frjálshyggju: hún byggist á laissez­faire (lausn undan ríkisafskiptum) en ekki laissez­aller (hömluleysi), sem er áþekkur greinarmunur og á libertarian (lýtur að sjálfsákvörðunarrétti) og libertine (lýtur að lauslæti eða siðleysi) . Frjálshyggja er bless­ unar lega ekki útópísk stefna sem leitast við að losa fólk undan hvers kyns valda­form­ gerð, heldur er hún ákjósanleg tegund af slíkri formgerð, nánar tiltekið formgerð byggð á eignarrétti, kapítalismi . En þó að „landamæri“ séu ekki endi­lega opin í anarkó­kapítalísku skipu ­ lagi, hvaða þýðingu hefur það í nú ver andi kerfi? Rothbard ræðir það ekki ítarlega þó að skýrt sé að landamæri ríkisins ættu ekki að vera opin að hans mati . Það varð hlut skipti eftirlætisnem anda Rothbards og arf taka hans sem höfuð­ hugmyndafræðings Ludwig von Mis es­ stofnunarinnar, Hans­Hermanns Hoppe, að setja röksemdafærsluna fram á grein­ ar góðan hátt . Kafli í frægri bók hans, Lýðræði: Guðinn sem brást (e . Demo cracy:

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.