Þjóðmál - 01.06.2012, Side 95

Þjóðmál - 01.06.2012, Side 95
94 Þjóðmál SUmAR 2012 bókinni atriði sem allir vissu og sáu, að það var lítil hrifning hjá Birni Bjarnasyni yfir störfum og skrifum forvera hans í embætti dómsmálaráðherra og fyrrverandi for­ manns Sjálfstæðisflokksins, sem var sestur í ritstjórastól Fréttablaðsins . Rosabaugur bætir ekki miklu við heim ildir um það sem gerðist á árunum 2002–2008 . Úrvinnsla Björns Bjarnasonar á heim ildum bætir hins vegar miklu við um skilning á atburðarásinni í Baugsmáli . Bókin gerir í raun miklar kröfur til þeirra sem á eftir koma um vönduð vinnubrögð og greiningu á atburðarás . Sögunni lýkur aldrei og sögunni af „Rosabaug“ er langt því frá lokið, „Rosabaugur“ var aðeins forleikur að hildar­ leik eins og áður er sagt . Í stjörnugjöf verð­ skuldar Rosabaugur yfir Íslandi 5 stjörnur . Sakleysi Íslands í fjölmiðlafári Daniel Chartier: The End of Iceland´s Innocence Citizen Press, London/Reykjavik 2010, 239 bls . Eftir Björn Bjarnason Fjölmargar bækur hafa komið út um bankahrunið á Íslandi í október 2008 . Um það er enn skrifað víða bæði af blaða­ mönnum og fræðimönnum . Hér er sagt frá bókinni The End of Iceland´s Innocence — The Image of Iceland in the Foreign Media during the Crisis, en hinn langa titil má þýða á þennan veg: „Þegar Ísland tapaði sakleysi sínu — ímynd Íslands í erlendum fjölmiðlum í hruninu .“ Höfundur bókarinnar er Daniel Chartier, prófessor við Québec­háskóla í Montréal í Kanada . Í bókinni segir frá viðbrögðum alþjóðasamfélagsins við falli bankanna á Íslandi haustið 2008 eins og þau birtust í helstu fjölmiðlum Vesturlanda . Daniel Chartier er forstöðumaður þver­ fræðilegrar rannsóknarstofnunar um mál­ efni norðurslóða og kom m .a . að stjórn rann sóknarverkefnisins „Ísland og ímyndir norð ursins“ (Iceland and the Images of the North) . Rannsóknir hans beinast að fjöl­ menn ingarsamfélaginu, fjölmiðlum, mál­ efnum norðurslóða og menningarsögu . Prófessorinn kom hingað til lands í nóv­ ember 2010, skömmu eftir útgáfu bókar hans hjá Citizen Press sem hefur aðsetur í London og Reykjavík samkvæmt því sem segir í bókinni . Forlagið gaf út Draumaland­ ið, bók Andra Snæs Magnasonar, á ensku . Í tengslum við komu Chartiers hingað var meðal annars rætt við hann í Viðskiptablaðinu og þar sagði hann: „Hrunið sem reið yfir Ísland haustið 2008 var án nokkurs vafa mikill fjölmiðlaviðburður . Þegar það reis sem hæst í október og nóvember það ár birtu þau erlendu dagblöð, sem rannsökuð voru í bókinni, meira en 900 blaðagreinar um Ísland .“ Chartier segir að magn skrifanna um Ís­ land eitt og sér gefi góða vísbendingu um hina gríðarlega miklu umræðu á þessum tíma sem hafi laskað ímynd landsins verulega . Ótvírætt sé að fjölmiðlaumfjöllun hafi gríðarleg áhrif á orðspor þjóðar . Við rannsóknina hafi runnið skýrt upp fyrir honum að á bak við fjármálakreppuna sem reið yfir Ísland hafi legið aðrar dýpri krepp­ ur . Þær snerti siðferði, hroka, samskipta­ leysi, ábyrgðarleysi, niður lægingu, samskipti við umheiminn, fullveldi og umræður um framtíð lítils ríkis með „samtvinnaðan fjármálageira“, eins og það hafi verið kallað í The Financial Times . Því hefði verið velt upp í fjölmiðlum hvort of mikil tengsl milli stjórnmálamanna, at­ hafna manna og framkvæmdastjóra hefðu eyði lagt undirstöður hins „efnahagslega

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.