Þjóðmál - 01.06.2012, Page 27

Þjóðmál - 01.06.2012, Page 27
26 Þjóðmál SUmAR 2012 Saga íslensku krónunnar er ekki glæsi­leg þegar horft er á hversu mikil virðis­ rýrnun hennar hefur verið frá því að hún var skilin frá dönsku krónunni stuttu eftir að Ísland fékk fullveldi . Reyndar hafa svo til allir gjaldmiðlar heims rýrnað stöðugt vegna verðbólgu frá upphafi síðari heims­ styrjaldarinnar og þá sérstaklega á áttunda áratugi liðinnar aldar, í kjölfar þess að Bretton Woods­samkomulagið leystist upp . Undan tekningin frá þessari virðisrýrnun er japanska jenið síðasta aldarfjórðung­ inn, en í Japan hefur verið verðstöðnun og á tímabili verðhjöðnun allt frá því að jap­ anski fasteigna­ og hlutabréfamarkaðurinn hrundi fyrir rúmlega tveimur áratugum . Ástandið í Japan hefur ekki þótt eftirsóknar ­ vert í augum umheimsins . Krónan hefur hins vegar rýrnað mun meira en flestir aðrir gjald miðlar í þróuðum hagkerf um, sem birtist í lækkun á gengi hennar gagnvart helstu gjald miðlum heims síðustu 70 árin, með nokkrum hléum þó . Í ljósi sögunnar er ekki að furða að ýmsir velti því fyrir sér hvort ekki kynni að vera betra að leggja niður krónuna og taka upp annan gjaldmiðil á Íslandi, einhliða eða í tengslum við aðild Íslands að Evrópu sam­ band inu (ESB) . En er krónan rót vandans eða er stöðug veiking hennar og óstöðugt gengi ekki fremur birtingarmynd dýpri vanda? Ef svo er, munu gjaldmiðilsskipti draga úr vandanum? Eða eru líkur til þess að birt ingar mynd vandans breytist og það verði jafnvel erfiðara og dýrara fyrir sam félagið að takast á við vandann verði krónunni skipt út? Væri ekki vænlegra að ráðast að rót vandans og gera krónuna þannig stöðugri og verðlagsþróun hérlendis meira í samræmi við verðlagsþróun í öðrum vestrænum lönd­ um, fremur en að fara í yfirborðsbreytingar með upptöku erlends gjaldmiðils? Tveir möguleikar og ein blönduð leið Það eru aðeins tveir möguleikar þegar kemur að því að velja gjaldmiðil: þjóð­ ar gjaldmiðill eða upptaka erlends gjald ­ miðils . Síðan eru vissulega ólíkar leiðir við pen inga stjórnun þjóðargjaldmiðils og það eru nokkrar ólíkar aðferðir við upptöku erlends gjaldmiðils, en í raun stendur valið um aðra hvora leiðina . Erlendur Magnússon Upptaka erlends gjaldmiðils á Íslandi

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.