Þjóðmál - 01.12.2011, Page 42

Þjóðmál - 01.12.2011, Page 42
 Þjóðmál VETUR 2011 41 and Growth Pact] til að setja ríkisstjórn hvers aðildarlands skorður . En ákvæðum sáttmálans var aldrei fylgt eftir . Nóbelsverðlaunahafinn Robert Mundell hélt því fram í Wall Street Journal árið 1998 að sjálfkrafa ætti að refsa fyrir brot á reglunum, ef refsingar þyrftu að koma til atkvæða myndu stjórnmálamenn eyða þeim, eins og raunin varð . Evran hefur því auðsjáanlega ekki orðið hin fullkomna vörn gegn lausatökum ríkisstjórna í peningamálum, hún hefur hins vegar haldið tiltölulega stöðugu verðlagi í álfunni í áratug . Það gæti haldist áfram sé tryggt að lánardrottnar taki á sig tapið þegar ríki getur ekki lengur staðið í skilum . Sé það ekki gert blasa við tveir kostir: sam- eiginlegt forræði ríkisfjármála samstarfs ríkj- anna eða upplausn samstarfsins . Vonin var sú að þegar fram liðu stundir myndi Evrópu- sambandið líkjast æ meira Þýskalandi og minna Grikklandi . Hið gagnstæða var þó alltaf líklegra þar sem stjórnmálamenn myndu áfram þrýsta á hærri skatta, meiri verðbólgu, meiri ríkisafskipti og aukna millif ærslu frá efnameiri til efnaminni, eða frá árangursríku hagkerfi til óhagstæðs kerfis . Gjaldmiðlasamstarfið getur brostið, yfir- gefi Grikkland samstarfið verður til fordæmi um að lönd í vanda yfirgefi það . Evran stendur ekki á neinu nema trú markaðarins á að ríkin standi með henni . Að baki evrunni er enginn gullfótur eða fjárlög, hún lifir því bara á traustinu og trú á að myntin standi til langframa . Upplausn samstarfsins yrði gríðarlega kostnaðarsöm því að um þessar mundir er ekki reiknað með öðru á mörkuðum en að myntsamstarfið haldist . Hagstæðast væri að hverfa aftur til upp- runalegra markmiða samstarfsins og þá með kerfi sem myndi sannfæra markaði um að raunverulegur agi væri fyrir hendi . Hinir margvíslegu bjargráðasjóðir sem nú er rætt um eru ekki til marks um neinn aga . Þeir geta aukið trú til skamms tíma en munu ekki tryggja lánveitendur og skattgreiðend- ur gegn því þurfa ekki að greiða fyrir bresti kerfisins í framtíðinni . Fyrsta skrefið í að innleiða aga væri að lánveitendur Grikkja tækju á sig skulda- niðurfærslu . Með því gætu stjórnvöld í Aþenu lækkað skuldabyrði sína og endur- heimt möguleika sína á hagvexti, svo lengi sem þau breyta fjármálastjórn sinni . Þetta yrði sársaukafullt fyrir Grikkland og lánveitendur Grikklands, en ekki jafn sársaukafullt og upplausn evrusamstarfsins eða óvissa um langt skeið þar sem menn veltu vandanum á undan sér . * * * Grikklandskrísan hefur ekki sannað að evran sé mistök . En viðbrögð stjórnmálamanna við krísunni hafa aukið mjög hættuna við gengissamstarfið því að horfið hefur verið frá meginsjónarmiðinu um bann við að jafna skuldavanda á milli aðildarlanda . Í staðinn er því haldið fram að ekkert evruríki megi lenda í greiðslufalli . Þessi stefna er jafn vitlaus og að segja að gjaldþrot verði þar sem enginn vilji lána fyrirtæki sem geti farið á hausinn . Verst er að leiðtogar Evrópu- sambandsins nota þessi rök til að verja grísku stjórnina gegn afleiðingum eigin óstjórnar og þess að leyna raunverulegum fjárlagahalla og skuldum . Lausnin felst ekki í því að taka aftur upp sjálfstæðar myntir . Ríki þurfa ekki takmarkalaust frelsi í peningamálum . Það eru bara stjórnvöld sem óska eftir slíku, til að bjarga sér frá greiðslufalli vegna lélegrar stjórnar . Ef evran lifir þessar sviptingar ekki af er það vegna þess að stjórnvöld gengust ekki undir þann aga sem felst í því að nota alþjóðlegan gjaldmiðil, þótt hann sé bara pappírsávísun .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.