Þjóðmál - 01.03.2013, Síða 93

Þjóðmál - 01.03.2013, Síða 93
92 Þjóðmál voR 2013 ustu . Þá var Gunnar Einarsson eini kaþólski maðurinn á Íslandi . Í Færeyjum aðhylltist einnig einn kaþólska trú, 87 ára gömul kona . Fyrir utan að veita þeim heilagt sakramenti var Jóni einnig falið að huga að eignum kaþólsku kirkjunnar, Landakoti, þar sem Baudoin prestur hafði „þraukað“ í 15 ár „allt til ársins 1875, þegar hann hélt heim til Frakklands, þrotinn að kröftum“ . Jón vildi setjast að á Íslandi og færði meðal annars þau rök fyrir því að mikill fjöldi kaþólskra sjómanna legði leið sína til landsins og þeim bæri að veita kirkjulega þjónustu . Jesúítareglan var hins vegar ekki aflögufær auk þess sem íslensk lög bönnuðu á þessum tíma hvers kyns trúboðsstarfsemi í landinu . Þá taldi umdæmisstjóri reglunnar „nær engar líkur á því að Íslendingar létu skírast til kaþólskrar trúar“ . Gunnar segir hins vegar frá því að ári eftir Íslandsferðina hafi Friðrik Friðriksson, séra Friðrik, hitt pater Jón í Kaupmannahöfn og sagt að hann vildi verða kaþólskur prestur . Vildi hann fá Jón til að hjálpa sér . „Þeir ræddu málið góða stund og að lokum sagði Jón honum álit sitt . Hann skyldi ekki ganga í kaþólsku kirkjuna heldur fara aftur heim til Íslands og stofna þar kristilegt félag ungra manna [KFUM] . Þannig gæti hann best þjónað Guði sínum og fósturjörð . Friðrik Friðriksson fór að þessum ráðum og varð síðar æskulýðsleiðtogi, merkisberi trúarinnar og einn mesti áhrifamaður þjóðar sinnar á liðinni öld . Jóni var ekki ætlað annað en fylgjast með úr fjarlægð .“ Hér sannast að vegir Guðs eru órann- sakanlegir . Ferðin, sem pater Jón fór hingað til Íslands, varð kveikjan að rit höfundar- ferlinum . Hann skráði ferðabók 14 árum síðar, 1908 . Þar kom hann fram sem Íslendingur sem saknaði átthaganna og elskaði landið sem hann taldi sig hafa kvatt hinsta sinn . Hann brá sér í gervi latínu- skólakennara í sumarleyfi og frásögnin snerist öll um frelsi mannsins í stórbrotinni og heilnæmri náttúru landsins . „Hér var Nonni aftur kominn til hans og fylgdi honum ævina á enda,“ segir Gunnar . Í ævisögunni fléttar Gunnar þá saman á snilldarlegan hátt pater Jón og Nonna . Eftir að Nonni kemur aftur verður hann kjarninn í trúboði pater Jóns . Nonni veitir Jóni ekki aðeins gleði og sálarró heldur verður hinn ungi íslenski piltur og Ísland að því sem gerir pater Jón að kunnasta Íslendingi samtímans um heim allan og vinsælum trúboða og prédikara sem ferðast um meginland Evrópu og flytur fyrirlestra og fer einnig til Norður-Ameríku og Japans . Ritstörfin og vinsældir Nonnabókanna skapa höfundinum langþráð svigrúm og frelsi innan Jesúíta-reglunnar og eru pater Jóni Guðsgjöf í öllum skilningi auk þess sem hann aflar reglu sinni mikilla tekna af sölu bókanna . Sjálfur hafði hann heitið að lifa í fátækt og ferðast á milli klaustra þar sem hann fær fæði og húsaskjól eins og ölmusumaður . Hann kunni betur við sig í frönskum klaustr um en þýskum . Páll Ísólfsson, organ - leikari og tónskáld, var gestur hans í mið- degisverði hjá nunnum í París veturinn 1924 til 1925 en Jón bjó í klaustri þeirra . „Aldrei á ævinni hef ég séð jafnríkulegt matarborð og þarna var, allskonar borðvín og líkjörar með matnum og koníak með kaffinu og sumar nunnurnar sem gengu um beina svo ungar og fagrar, að ég átti erfitt með að hafa hugann við matinn,“ sagði Páll síðar . Pater Jón bjó ekki alltaf við slík kjör . Þegar hann lagði land undir fót var honum jafnan sýnd velvild og umhyggja . Á ferð sinni um Bandaríkin til Japans bjó hann hjá reglubræðrum í Kaliforníu . Má ráða að þeim hafi þótt nokkru skipta að koma honum um borð í skip til Japans af ótta við að annars yrðu þeir að sjá honum farborða vegna heilsuleysis . Jón fór í seinna skipti til Íslands árið 1930
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.