Þjóðmál - 01.03.2014, Blaðsíða 30

Þjóðmál - 01.03.2014, Blaðsíða 30
 Þjóðmál voR 2014 29 þegar á þarf að halda, eða að vera einsýnn og óbilgjarn þrákálfur, sem anar áfram í ofstæki og blindni, hversu miklar tor­ færur sem verða á vegi hans . Eins og kunn ugt er, var orðtak Jóns Sigurðssonar: „aldrei að víkja“, sem hann hafði látið grafa á innsigli sitt . Því reyndist hann líka trúr, að því leyti, sem hann aldrei hvarf frá því marki, sem hann hafði sett sér, né þeim grundvallaratriðum, sem öll stefna hans byggðist á . . . En þeir, sem halda, að hann hafi aldrei kunnað að víkja, eða hliðra til við andstæðinga sína og laga sig eftir kringumstæðunum í hvert sinn, þeir misskilja hann hraparlega . Andstæðingar Valtýs í Heima stjórnar flokkn­ um, Hannes Hafstein ráðherra og sam­ herjar hans, höfðu líka áhyggjur af því hvern ig áköfustu sjálfstæðissinnar lögðu út af orðum Jóns Sigurðssonar . Svo virðist sem þeir hafi nokkrir haft um það samráð fyrir aldar afmæli Jóns 1911 að vekja athygli á því að rangt hefði verið farið með kjörorð hans alla tíð . Aðalhátíðarljóðið, sem flutt var við sam­ komu í minningu Jóns á Hrafnseyri 17 . júní 1911, var eftir Hannes Hafstein sjálfan . Hefst það með hinum frægu orðum „Þagn­ ið, dægurþras og rígur!“ . Í fjórða erindinu eru þessar ljóðlínur: Áfram bauð hann: „Ekki víkja“ . Aldrei vildi heitorð svíkja . Vissi: Hóf æ verður ríkja vilji menn ei undanhald . Víðsýnn, framsýnn, fastur, gætinn, fjáði jafnan öfgalætin . (Gjallarhorn 22 . júní 1911 .) Hér hefur „Ekki víkja“ komið í staðinn fyrir „Aldrei að víkja“ . Og ráðherrann notar minn ingarljóðið til að boða pólitíska hóf­ semdarstefnu sína sem heimfærð er upp á Jón forseta .* Nokkrum dögum eftir að ljóðið var flutt birtist klausa í Reykjavík, einu helsta stuðn­ ingsblaði Hannesar Hafsteins . Höfundur var Jón Ólafsson alþingismaður og blaðamaður, náinn samherji hans . Þar segir: Sú erfikenning er orðin að átrúnaði hér, að Jón Sigurðsson hafi haft fyrir eink­ unn ar orð: „Aldrei að víkja.“ Þetta er þó ekki rétt . Þessi einkunnarorð, svona stíl­ uð, hefur Matthías Jochumsson búið til og lagt Jóni í munn („og ritaði djúpt á sinn riddara skjöld sitt rausnarorð Aldrei Hannes Hafstein var meðal þeirra sem höfðu áhyggjur af því að kjörorðið „Aldrei að víkja“ sýndi Jón Sigurðsson sem einstrengislegan stjórnmálamann . Hann reyndi að leiðrétta kjörorðið á aldarafmæli Jóns 1911 með því að nota „ekki víkja“ í stað „aldrei að víkja“ í minningarljóði sem hann orti um forsetann . ___________ * Kristján Albertsson gerir þetta að umtalsefni í ævi­ sögu Hannesar Hafsteins og hefur eftir honum: „Þegar þessi munur barst í tal, sagði Hannes Hafstein: „Faðir minn hefði getað sagt: aldrei að víkja — Jón Sigurðs­ son ekki . Til þess var hann of mikill stjórnmála­ maður .“ (Kristján Albertsson: Hannes Hafstein . Æfisaga . 3 . útg ., stytt, Reykjavík 2004, bls . 12 .)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.