Þjóðmál - 01.03.2014, Blaðsíða 84

Þjóðmál - 01.03.2014, Blaðsíða 84
 Þjóðmál voR 2014 83 greiðslur til innlendra birgja fyrir vörur og veitta þjónustu . 13) Samkvæmt Wikipedia .org er orkuverð til almennings í 20 Evrópulöndum og víðar í heiminum í raun næstlægst á Íslandi, þó að það sé skráð langlægst í þriðja landinu . Reyndist raforkuverðið í Evrópu spanna mjög vítt svið eða 1:11,5 . Lægst var verðið skráð í Úkraínu, 4,2 kr/kWh, sem er líklega niðurgreitt verð, í Rússlandi 9,8 kr/kWh og á Íslandi, 11,4 kr/kWh eða 9,5 Uscent/kWh . Í Rússlandi eru mörg stór raforkuver, olíu­ og gasvinnsla, og þar er líka öflugur áliðnaður . Meðalverðið var 25,8 kr/kWh eða 2,3 sinnum íslenzka raforkuverðið . 14) Hér má geta þess, að í september 2013 bilaði nýi sæstrengurinn á milli Noregs og Hollands í inntaksmannvirki Hollandsmegin vegna flóða . Í ársbyrjun 2014 var hann enn ekki kominn í rekstur, og var búizt við, að viðgerðin tæki 5 mánuði, þó að bilunin væri á landi . Við þennan atburð lækkaði orkuverðið í Noregi og hafði ekki verið svo lágt síðan téður sæstrengur var tekinn í brúk, en hægt er að flytja orku eftir honum í sitt hvora áttina . 15) Jarðgufuvirkjanir á háhitasvæðum eru a .m .k . tveggja þrepa . Á fyrsta þrepinu, við hæsta þrýstinginn og hæsta hitastigið, er framleitt rafmagn, með því að gufuhverfill knýr rafala, sem tengdur er aflspenni til tengingar við stofnkerfi . Á öðru stiginu fer gufan í varmaskipti til upphitunar á köldu vatni, sem verður hitaveituvatn . Á fyrsta þrepinu er nýtni lág, aðeins rúmlega 10% , en með endurnýtingunni á 2 ., jafnvel 3 . þrepi, hækkar nýtnin upp fyrir 50% . Út frá kenningunni um takmarkað varmaforðabúr jafngildir raforkuvinnsla með jarðgufu án hitaveitu orkusóun . Þess vegna hefur jarðgufuvirkjun fyrir raforkuvinnslu einvörðungu sætt réttmætri gagnrýni . Þekking á jarðgufuforðanum er svo takmörkuð, að varfærnisjónarmið eiga fullan rétt á sér með varðveizlu jarðgufuforðans í huga . Gárungarnir segja, að lokastig jarðgufunýtingarinnar sé böðun ferðamanna, og má það til sanns vegar færa í Svartsengi og í Bjarnarflagi . 16) TWh/a (terawattstundir á ári) er orkumagn á ári, þar sem T stendur fyrir tera, sem er 1012 , þannig 1 TWh=1 milljarður kWh (kílowattstunda) . 17) GWh er næsta orkueining undir TWh, þ .e . 1 TWh =1000 GWh/a = 1 milljarður kWh (kílowattstunda) . MWh (megawattstund) er 1/1000 úr GWh og USD/MWh eru bandaríkjadalir á megawattstund . 18) Aflstuðull er cosfí, þar sem fí er hornið á milli raunaflsvigurs og sýndaraflsvigurs í rafmagnsfræðinni . Landsnet gerir mun meiri kröfur á hendur málmiðnaðinum en almenningsveitunum varðandi aflstuðulinn, og skýrir það hluta af lægra heildsöluverði til málmiðnaðarins . Málmframleiðendur verða þá að setja upp þéttavirki til að uppfylla þessar kröfur . Með sérhönnun þeirra virka þau um leið sem síuvirki á „rafmengun“ út á stofnkerfið . Af öðrum skýringum á lægra verði til stóriðju en almenningsveitna má telja langtímakaupskyldu, hæstu afhendingarspennu og jafnt álag allan sólarhringinn og allan ársins hring . 19) Hægt er að spara leiðara í loftlínu eða jarðstreng með því að leiða straum til jarðar . Þetta var t .d . iðulega gert í Ráðstjórnarríkjunum, sálugu, en er óviðunandi nú á tímum vegna skrefspennuhættu og óviðunandi afhendingargæða . Nautgripir eru sérlega viðkvæmir gagnvart straumi í jörðu, af því að tunga á milli klaufanna leiðir vel straum, og skref þeirra eru tiltölulega löng . Fyrirbrigðið er engan veginn hættulaust fyrir mannfólkið og ber að afnema hið fyrsta . 20) Landsvirkjun stendur undir um 70% raforkumarkaðarins . Bæði heimilisnotkun og raforkunotkun athafnalífsins vex stöðugt og Landsvirkjun teflir iðulega á tæpasta vað með tímasetningu nýrrar virkjunar, þannig að notendur eru látnir blæða fyrir meiri arðsemi virkjunar, ef eitthvað bjátar á . Það er einmitt uppi á teninginum veturinn 2014 .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.