Þjóðmál - 01.03.2014, Blaðsíða 62

Þjóðmál - 01.03.2014, Blaðsíða 62
 Þjóðmál voR 2014 61 Undarlegt má það kallast ef þeir sem nú ganga um í Loftleiðahúsinu minn­ ast ekki veglega þessara sögulegu tíma í íslenskri flugsögu nú þegar fimmtíu ár eru frá stofnun Loftleiða . Þeir hljóta þó að spyrja sjálfa sig: Væru til Flugleiðir ef ekki hefðu verið til Loftleiðir?“ Þessi orð skrifaði ég í Morgunblaðið á 50 ára afmæli Loftleiða, 10 . mars 1994 . Því miður eru þau enn í fullu gildi . Það virðist vera staðfastur ásetningur ráðamanna í Flug­ leiðum (nú Icelandair) að gera sem minnst úr sögu Loftleiða og minnast afmælis ára sem tengjast Loftleiðum með hang andi hendi . Hinn annálaði Loftleiðaandi hvarf vissu­ lega við sameiningu íslensku flugfélaganna, Loftleiða og Flugfélags Íslands, í nýju félagi, Flugleiðum, árið 1974, en þá náði Flug­ félagsarmurinn fullum yfirráðum í félaginu í kjölfar arfavitlauss eignamats og valdabrölts Sigurðar Helgasonar (eldri) . En maður hefði haldið að nýjar kynslóðir og menn sem ekki tengdust þeim átökum, sem þá voru innan Flugleiða, kynnu að meta Loftleiðaævintýrið að verðleikum og gerðu sem mest úr því, fyrirtæki sínu til framdráttar . Ef allt væri með felldu ætti að vera stór stytta af Alfreð Elíassyni, stofnanda og for stjóra Loftleiða, fyrir framan höfuðstöðv ar Icelandair við Reykjavíkurflugvöll og Loft leiðahótelið ætti að vera helgað sögu Loft leiðaævintýrisins . En enginn er spámaður í sínu föðurlandi, eins og þar stendur . Árið 1987 gaf hin virta Smithsonian­stofnun í Band aríkjunum út bók ina Rebels and Reformers of the Airways eftir R .E .G . Davies . Þar er fjallað um 25 helstu frumkvöðla flugsögunnar, menn sem brutu blað í flugrekstri með því að róa gegn straumi tímans . Af heims þekkt um mönnum sem þarna er sagt frá má nefna Howard Hughes og Freddie Laker, en meðal hinna minna þekktu er Alfreð Elíasson . Kaflinn um Alfreð ber yfir skriftina: Airline of the Sixth Happiness (Hamingjuflugfélagið) . Höf und urinn segir það algengan mis skiln­ ing að Freddie Laker sé frumkvöðull lágra flug far gjalda á flugleiðinni milli Evrópu og Ameríku, það séu Loftleiðir Alfreðs Elías­ sonar sem eigi þann heiður . Sjálfstæði Alfreðs og hugrekki hafi verið annálað en helsta afrek hans hafi verið að skapa flugfélag sem var Jakob F . Ásgeirsson „Stærsta ævintýri lýðveldisins“ — 70 ár frá stofnun Loftleiða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.