Þjóðmál - 01.03.2014, Blaðsíða 74

Þjóðmál - 01.03.2014, Blaðsíða 74
 Þjóðmál voR 2014 73 Þetta birgðahald er dýrt, og eigendur birgðanna teygja sig langt til að gera sölusamninga . Undir stjórn LME hafa verið um 5,4 Mt af þessum birgðum eða 36%, þegar mest var, en spákaupmenn hafa bundið hluta af þessu magni afhendingu í framtíðinni . Aukning birgðanna nemur 1–2 Mt/a á tímabilinu 2007–2013, en nú hillir undir stöðvun þessarar aukningar . Annað, sem veldur varkárni eða svartsýni spámanna um álverðsþróun, er óvissa um þróun kínverska hagkerfisins . Það er mjög skuldsett, en fjárfestingar hafa þar margar hverjar ekki tekið mið af arðsemi, heldur má fremur kenna þær við gæluverkefni flokksbrodda og héraðshöfðingja kín verska kommúnistaflokksins . Hækki vextir á al­ þjóð legum lánamörkuðum, kann greiðslu­ byrð in að draga mjög úr fjárfestingum í Kína og þar með hagvexti og spurn eftir áli . Samkvæmt upplýsingum frá IAI8 nam framleiðsla Kínverja árið 2013 meira en helmingi frumálframleiðslu alls heimsins, þar sem endurvinnsla er ekki meðtalin . Nú er að renna upp fyrir helztu álfram­ leiðendum, að stöðva verður fram leiðslu­ aukninguna til að ná verðinu upp í við­ unandi horf . Jaðarkostnaður, þ .e . kostnað­ ur við framleiðsluaukningu, nemur hjá tæplega 45% álvera heimsins undir 1800 USD/t Al og hjá tæplega 70% þeirra undir 2000 USD/t . Það má þess vegna telja 2000 USD/t á LME viðunandi . Deutsche Bank spáir rúmlega þessu verði árið 2014 og 2210 USD/t árið 2015 . Árið 2016 ættu að verða vatnaskil, verði meðal­ hagvöxtur í heiminum þangað til yfir 4%, sem er ekki háleitt markmið, en annars seinkar vatnaskilunum á álmarkaðinum . Framleiðslugetu Kínverja eru takmörk sett vegna mikillar mengunar frá raforku­ vinnslu Kínverja og mengunar margra álvera þeirra . Ekki er ólíklegt, að álframleiðendur muni senn sýna fjárfestingum á Íslandi áhuga með það í huga að hafa nýja framleiðslu­ getu tiltæka árin 2016–2017 . Á árinu 2013 dró örlítið úr framleiðsl unni utan Kína eða um 0,4%, um 200 kt, þó að Persaflóaríkin, Norður­Ameríka og Afríka ykju framleiðslu sína . Þannig er talið, að birgðirnar árið 2013 hafi aukizt um 853 kt, sem er minnkun aukningar, og muni aukast um 592 kt á árinu 2014 . Á meðan miklar birgðir vaxa, mun verðið haldast lágt . Evrópskum frumáliðnaði stendur veruleg ógn af álverði undir 1800 USD/t með álagi e .t .v . 200 USD/t, þó með nokkrum undan­ tekningum í Noregi og á Íslandi . Gæða­ álagið hefur haldið lífinu í þessum álver um undanfarin ár og mun væntanlega í flestum tilvikum gera það næstu 2 árin, nema inn­ leiðing Evrópusambandsins á kolefnis ­ gjaldi geri út af við þau . Annað, sem veldur varkárni eða svartsýni spámanna um álverðsþróun, er óvissa um þróun kínverska hagkerfisins . Það er mjög skuldsett, en fjárfestingar hafa þar margar hverjar ekki tekið mið af arðsemi, heldur má fremur kenna þær við gæluverkefni flokksbrodda og héraðshöfðingja kín verska kommúnistaflokksins . Hækki vextir á al þjóð legum lánamörkuðum, kann greiðslu­ byrð in að draga mjög úr fjárfestingum í Kína og þar með hagvexti og spurn eftir áli .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.