Þjóðmál - 01.03.2014, Page 74

Þjóðmál - 01.03.2014, Page 74
 Þjóðmál voR 2014 73 Þetta birgðahald er dýrt, og eigendur birgðanna teygja sig langt til að gera sölusamninga . Undir stjórn LME hafa verið um 5,4 Mt af þessum birgðum eða 36%, þegar mest var, en spákaupmenn hafa bundið hluta af þessu magni afhendingu í framtíðinni . Aukning birgðanna nemur 1–2 Mt/a á tímabilinu 2007–2013, en nú hillir undir stöðvun þessarar aukningar . Annað, sem veldur varkárni eða svartsýni spámanna um álverðsþróun, er óvissa um þróun kínverska hagkerfisins . Það er mjög skuldsett, en fjárfestingar hafa þar margar hverjar ekki tekið mið af arðsemi, heldur má fremur kenna þær við gæluverkefni flokksbrodda og héraðshöfðingja kín verska kommúnistaflokksins . Hækki vextir á al­ þjóð legum lánamörkuðum, kann greiðslu­ byrð in að draga mjög úr fjárfestingum í Kína og þar með hagvexti og spurn eftir áli . Samkvæmt upplýsingum frá IAI8 nam framleiðsla Kínverja árið 2013 meira en helmingi frumálframleiðslu alls heimsins, þar sem endurvinnsla er ekki meðtalin . Nú er að renna upp fyrir helztu álfram­ leiðendum, að stöðva verður fram leiðslu­ aukninguna til að ná verðinu upp í við­ unandi horf . Jaðarkostnaður, þ .e . kostnað­ ur við framleiðsluaukningu, nemur hjá tæplega 45% álvera heimsins undir 1800 USD/t Al og hjá tæplega 70% þeirra undir 2000 USD/t . Það má þess vegna telja 2000 USD/t á LME viðunandi . Deutsche Bank spáir rúmlega þessu verði árið 2014 og 2210 USD/t árið 2015 . Árið 2016 ættu að verða vatnaskil, verði meðal­ hagvöxtur í heiminum þangað til yfir 4%, sem er ekki háleitt markmið, en annars seinkar vatnaskilunum á álmarkaðinum . Framleiðslugetu Kínverja eru takmörk sett vegna mikillar mengunar frá raforku­ vinnslu Kínverja og mengunar margra álvera þeirra . Ekki er ólíklegt, að álframleiðendur muni senn sýna fjárfestingum á Íslandi áhuga með það í huga að hafa nýja framleiðslu­ getu tiltæka árin 2016–2017 . Á árinu 2013 dró örlítið úr framleiðsl unni utan Kína eða um 0,4%, um 200 kt, þó að Persaflóaríkin, Norður­Ameríka og Afríka ykju framleiðslu sína . Þannig er talið, að birgðirnar árið 2013 hafi aukizt um 853 kt, sem er minnkun aukningar, og muni aukast um 592 kt á árinu 2014 . Á meðan miklar birgðir vaxa, mun verðið haldast lágt . Evrópskum frumáliðnaði stendur veruleg ógn af álverði undir 1800 USD/t með álagi e .t .v . 200 USD/t, þó með nokkrum undan­ tekningum í Noregi og á Íslandi . Gæða­ álagið hefur haldið lífinu í þessum álver um undanfarin ár og mun væntanlega í flestum tilvikum gera það næstu 2 árin, nema inn­ leiðing Evrópusambandsins á kolefnis ­ gjaldi geri út af við þau . Annað, sem veldur varkárni eða svartsýni spámanna um álverðsþróun, er óvissa um þróun kínverska hagkerfisins . Það er mjög skuldsett, en fjárfestingar hafa þar margar hverjar ekki tekið mið af arðsemi, heldur má fremur kenna þær við gæluverkefni flokksbrodda og héraðshöfðingja kín verska kommúnistaflokksins . Hækki vextir á al þjóð legum lánamörkuðum, kann greiðslu­ byrð in að draga mjög úr fjárfestingum í Kína og þar með hagvexti og spurn eftir áli .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.