Þjóðmál - 01.03.2014, Blaðsíða 72

Þjóðmál - 01.03.2014, Blaðsíða 72
 Þjóðmál voR 2014 71 1250 USD/t . Framleiðslugeta í heiminum fer enn vaxandi, og enn er nokkuð í farvatninu, t .d . í Kína og við Persaflóa, þó að reynt sé að stemma stigu við henni . Kína framleiðir langmest, framleiddi árið 2013 um 26 milljónir tonna og jók þar með framleiðslu sína um 9,4% frá fyrra ári, og er sjálfu sér nægt um ál nú og á næstu árum . Persaflóalöndin framleiddu árið 2013 um 3,8 Mt og juku þau framleiðslu sína um 6,4% . Á árinu 2014 munu Persaflóalöndin skjóta Norður­Ameríku aftur fyrir sig, hvað framleiðslugetu varðar, og verða næstmesta álframleiðslusvæði heims, næst á eftir Kína . Vestur­Evrópa má muna sinn fífil fegri á mörgum sviðum, og þar dróst álframleiðsla saman árið 2013 um tæp 3% og fór í 3,5 Mt . Vegna aukinnar hlutdeildar áls í bíla­ fram leiðslunni fer eftirspurn áls í Vestur­ Evrópu þó vaxandi . Til að mæta henni er búizt við aukinni sölu á umbræddu áli til bílaframleiðenda . Innan bílaiðnaðarins voru áður fyrr efasemdaraddir um gæði um brædds áls, en nú er öldin önnur, og bíla iðnaður inn fær ekki allt það umbrædda ál, sem hann óskar eftir . Vegna þarfar fram­ leið enda samgöngugeirans í lofti, á láði og á legi er ekki talið, að frumvinnsla áls með raf greiningu á meginlandi Evrópu vestan Rúss lands muni leggjast af á næstunni, þó að hún eigi undir högg að sækja, eins og útskýrt verður í þessari grein . Verðmyndun á áli Markaðsverð áls er næmt fyrir birgða­stöðu áls í heiminum, sem sýnir, að um kaupendamarkað hefur verið að ræða á meðan álið hefur rutt sér til rúms og leyst af hólmi önnur efni, eftir því sem þróun þess sem smíðaefnis hefur undið fram . Á ára bilinu 2006–2008 var meðalverðið á LME7um 2700 USD/t, sem skilar flest um ál ver um ágætri framlegð (tekjum að frá­ dregn um breytilegum kostnaði), og fram­ leiðslu kostn aður nánast allra álvera í heim­ inum er lægri en þetta . Á þessu tímabili voru birgðir á LME tæp­ lega 1 Mt/Al . Seinni part árs 2008 jukust birgðir á LME upp í 4,5 Mt, og verðið lækkaði strax niður í 1250 USD/t, þ .e . verðið lækkaði um u .þ .b . USD 400 fyrir hver milljón t (Mt) í aukningu á állager LME . Það verður að hafa í huga, að ástand mark aða var afar óvenjulegt á síðari hluta Í þessari grein er upphaf áliðnaðarins reifað og þróun hans rakin í stórum dráttum . Útskýrt er hvernig hagsmunir Íslands og áliðnaðarins fara saman . Varpað er ljósi á, hvers vegna áliðnaðurinn hefur valdið flokkadráttum á Íslandi . Reynt er að skyggnast í kristalskúluna varðandi þróun álnotkunar í heiminum og horfur áliðnaðarins á Íslandi . Gerð er grein fyrir þjóðhagslegu mikilvægi málmiðnaðarins á Íslandi, slegið upp sviðsmynd af raunhæfri framleiðslu aukningu á áli, og sá kostur borinn saman við fjarstæðukenndar hugmyndir um að selja hluta orkuauðlindarinnar úr landi um sæstreng .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.