Þjóðmál - 01.03.2014, Page 84

Þjóðmál - 01.03.2014, Page 84
 Þjóðmál voR 2014 83 greiðslur til innlendra birgja fyrir vörur og veitta þjónustu . 13) Samkvæmt Wikipedia .org er orkuverð til almennings í 20 Evrópulöndum og víðar í heiminum í raun næstlægst á Íslandi, þó að það sé skráð langlægst í þriðja landinu . Reyndist raforkuverðið í Evrópu spanna mjög vítt svið eða 1:11,5 . Lægst var verðið skráð í Úkraínu, 4,2 kr/kWh, sem er líklega niðurgreitt verð, í Rússlandi 9,8 kr/kWh og á Íslandi, 11,4 kr/kWh eða 9,5 Uscent/kWh . Í Rússlandi eru mörg stór raforkuver, olíu­ og gasvinnsla, og þar er líka öflugur áliðnaður . Meðalverðið var 25,8 kr/kWh eða 2,3 sinnum íslenzka raforkuverðið . 14) Hér má geta þess, að í september 2013 bilaði nýi sæstrengurinn á milli Noregs og Hollands í inntaksmannvirki Hollandsmegin vegna flóða . Í ársbyrjun 2014 var hann enn ekki kominn í rekstur, og var búizt við, að viðgerðin tæki 5 mánuði, þó að bilunin væri á landi . Við þennan atburð lækkaði orkuverðið í Noregi og hafði ekki verið svo lágt síðan téður sæstrengur var tekinn í brúk, en hægt er að flytja orku eftir honum í sitt hvora áttina . 15) Jarðgufuvirkjanir á háhitasvæðum eru a .m .k . tveggja þrepa . Á fyrsta þrepinu, við hæsta þrýstinginn og hæsta hitastigið, er framleitt rafmagn, með því að gufuhverfill knýr rafala, sem tengdur er aflspenni til tengingar við stofnkerfi . Á öðru stiginu fer gufan í varmaskipti til upphitunar á köldu vatni, sem verður hitaveituvatn . Á fyrsta þrepinu er nýtni lág, aðeins rúmlega 10% , en með endurnýtingunni á 2 ., jafnvel 3 . þrepi, hækkar nýtnin upp fyrir 50% . Út frá kenningunni um takmarkað varmaforðabúr jafngildir raforkuvinnsla með jarðgufu án hitaveitu orkusóun . Þess vegna hefur jarðgufuvirkjun fyrir raforkuvinnslu einvörðungu sætt réttmætri gagnrýni . Þekking á jarðgufuforðanum er svo takmörkuð, að varfærnisjónarmið eiga fullan rétt á sér með varðveizlu jarðgufuforðans í huga . Gárungarnir segja, að lokastig jarðgufunýtingarinnar sé böðun ferðamanna, og má það til sanns vegar færa í Svartsengi og í Bjarnarflagi . 16) TWh/a (terawattstundir á ári) er orkumagn á ári, þar sem T stendur fyrir tera, sem er 1012 , þannig 1 TWh=1 milljarður kWh (kílowattstunda) . 17) GWh er næsta orkueining undir TWh, þ .e . 1 TWh =1000 GWh/a = 1 milljarður kWh (kílowattstunda) . MWh (megawattstund) er 1/1000 úr GWh og USD/MWh eru bandaríkjadalir á megawattstund . 18) Aflstuðull er cosfí, þar sem fí er hornið á milli raunaflsvigurs og sýndaraflsvigurs í rafmagnsfræðinni . Landsnet gerir mun meiri kröfur á hendur málmiðnaðinum en almenningsveitunum varðandi aflstuðulinn, og skýrir það hluta af lægra heildsöluverði til málmiðnaðarins . Málmframleiðendur verða þá að setja upp þéttavirki til að uppfylla þessar kröfur . Með sérhönnun þeirra virka þau um leið sem síuvirki á „rafmengun“ út á stofnkerfið . Af öðrum skýringum á lægra verði til stóriðju en almenningsveitna má telja langtímakaupskyldu, hæstu afhendingarspennu og jafnt álag allan sólarhringinn og allan ársins hring . 19) Hægt er að spara leiðara í loftlínu eða jarðstreng með því að leiða straum til jarðar . Þetta var t .d . iðulega gert í Ráðstjórnarríkjunum, sálugu, en er óviðunandi nú á tímum vegna skrefspennuhættu og óviðunandi afhendingargæða . Nautgripir eru sérlega viðkvæmir gagnvart straumi í jörðu, af því að tunga á milli klaufanna leiðir vel straum, og skref þeirra eru tiltölulega löng . Fyrirbrigðið er engan veginn hættulaust fyrir mannfólkið og ber að afnema hið fyrsta . 20) Landsvirkjun stendur undir um 70% raforkumarkaðarins . Bæði heimilisnotkun og raforkunotkun athafnalífsins vex stöðugt og Landsvirkjun teflir iðulega á tæpasta vað með tímasetningu nýrrar virkjunar, þannig að notendur eru látnir blæða fyrir meiri arðsemi virkjunar, ef eitthvað bjátar á . Það er einmitt uppi á teninginum veturinn 2014 .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.