Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Blaðsíða 5

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Blaðsíða 5
5 Setningarræða forseta kirkjuþings, Péturs Kr. Hafstein Aukakirkjuþing 2012 er sett, 47. kirkjuþing. Verið öll velkomin til þessa samfélags í dag. Til aukakirkjuþings er kallað af sérstæðu tilefni. Kirkjuþing 2011 samþykkti nýjar starfsreglur um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa. Þegar nú kemur að framkvæmd þeirra klingja viðvörunarbjöllur. Kjörstjórn við komandi biskupskjör lætur í ljós skýrar og rökstuddar efasemdir um að þessar kosningar geti farið þannig fram að gildi þeirra verði ekki dregið í efa. Hættumerki séu á lofti, ekki verði unnt að ganga til framkvæmdar rafrænna kosninga í fullvissu þess að ekkert fari úrskeiðis. Hinar nýju starfsreglur kirkjuþings hafi ekki að geyma ákvæði um það hvernig eigi að framkvæma rafrænar kosningar á þann hátt sem fullnægjandi geti talist. Kjörstjórnin telur ekki unnt að líta framhjá þeirri áhættu að með nútíma tækni verði unnt að misfara með niðurstöður kosninga eða rekja greidd atkvæði með einum eða öðrum hætti til kjósenda. Þá sé heldur ekki unnt að tryggja með fullu öryggi áreiðanleika staðfestingar kjósanda á því að hann hafi neytt atkvæðisréttar síns á þann veg sem grundvallarreglur um leynilegar, frjálsar og opinberar kosningar gera kröfu um. Loks sé jafnræði kjósenda ekki tryggt þar sem gera megi ráð fyrir því að hluti þeirra eigi ekki rafrænt póstfang og þeirra vegna þurfi að gera sérstakar ráðstafanir sem kunni að vera íþyngjandi. Ég mun fjalla nánar um röksemdir kjörstjórnar við flutning þeirrar tillögu um starfsreglubreytingar sem liggur fyrir þessu þingi. Það kann vel að vera að saka megi kirkjuþing 2011 um þá vanrækslusynd að hafa ekki gefið álitaefnum um rafrænar kosningar nægilegan gaum. Að hluta til að minnsta kosti verður það skýrt með þeirri staðreynd að tvívegis hefur kirkjuþing verið kosið rafrænt á grundvelli sams konar reglna og nú gilda um biskupskjör, 2006 og 2010. Í hvorugt skiptið voru brigður bornar á framkvæmd þeirra kosninga. Það segir hins vegar ekki alla sögu um öryggi og áreiðanleika rafrænna kosninga. Þrátt fyrir tækniframfarir og tölvubyltingar hafa rafrænar kosningar ekki verið teknar upp við kjör sveitarstjórna, þjóðþinga eða þjóðhöfðingja, hvorki hér á landi né í þeim ríkjum sem næst okkur standa að stjórnskipunarvenjum, að minnsta kosti ekki svo að mér sé kunnugt um. Þrátt fyrir ótvírætt hagræði slíkra kosninga má ætla að efinn um öryggi hafi staðið þeim í vegi. Hvað sem um það verður sagt má færa gild rök að því að eðlilegt sé að um rafrænar kosningar gildi almenn löggjöf í því landi þar sem þær á að framkvæma. Þannig háttar ekki til á Íslandi. Hafi síðasta kirkjuþingi orðið á í messunni að þessu leyti er enn tóm til að bæta úr áður en til kosninga um biskup Íslands verður gengið. Það er hluti af lífinu að skjátlast eða gera mistök. Það eru hins vegar viðbrögðin við mistökum sem skipta máli. Þess vegna er aukakirkjuþing nú kvatt saman. Síðara mál þessa kirkjuþings lýtur að því að kjósa nefnd til endurskoða starfseglur um biskupskjör. Þótt starfsreglurnar séu nýjar af nálinni þarf að gefa ýmsum álitaefnum nánari gaum, svo sem um tilhögun framboða og framkvæmd kosninga. Annað atriði má nefna, sem kemur ekki til okkar kasta í dag, en það er sú mikilvæga og kirkjupólitíska
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.