Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Page 134
134 135
42. mál kirkjuþings 2012
Flutt af Jónínu Sif Eyþórsdóttur. f.h. kirkjuþings unga fólksins
Samþykkt þannig að lokinni umfjöllun í löggjafarnefnd:
Starfsreglur um breytingu á starfsreglum um val og veitingu
prestsembætta nr. 1109/2011 og um sóknarnefndir nr. 1111/2011
1. gr.
2. mgr. 5. gr. starfsreglna um val og veitingu prestsembætta nr. 1109/2011 orðist svo:
Óheimilt er að ráða til starfa einstakling til að sinna börnum og ungmennum undir 18 ára
aldri, sem hlotið hefur refsidóm vegna brota á eftirtöldum lagabálkum:
• barnaverndarlögum nr. 80/2002
• almennum hegningarlögum nr. 19/1940, þ.e.
o kynferðisbrot skv. 22. kafla
o önnur ofbeldisbrot skv. 23. kafla, þó einungis refsidóma síðustu fimm ár vegna
brots skv. 217. gr. um minniháttar líkamsmeiðingar
o brot gegn frjálsræði manna skv. 24. kafla
o fíkniefnabrot skv. 173. gr. a.
• lögum um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974, þ.e. refsidóm síðustu fimm ár.
2. gr.
1. mgr. 24. gr. starfsreglna um sóknarnefndir nr. 1111/2011 orðist svo:
Óheimilt er að ráða til starfa einstakling til að sinna börnum og ungmennum undir 18 ára
aldri, sem hlotið hefur refsidóm vegna brota á eftirtöldum lagabálkum:
• barnaverndarlögum nr. 80/2002
• almennum hegningarlögum nr. 19/1940, þ.e.
o kynferðisbrot skv. 22. kafla
o önnur ofbeldisbrot skv. 23. kafla, þó einungis refsidóm síðustu fimm ár vegna brots
skv. 217. gr. um minniháttar líkamsmeiðingar
o brot gegn frjálsræði manna skv. 24. kafla
o fíkniefnabrot skv. 173. gr. a.
• lögum um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974, þ.e. refsidóm síðustu fimm ár.
3. gr.
Starfsreglur þessar sem settar eru samkvæmt heimild í 59. gr. laga um stöðu, stjórn og
starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997 öðlast gildi þegar í stað.