Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Page 93

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Page 93
93 b. Prestaköll Nefndin leggur til miklar breytingar á prestakallaskipan á umræddu svæði. Við skoðun sína hafði hún samstarfssvæði sókna til hliðsjónar (sbr. . mál kirkjuþings 2011). Gerir nefndin að tillögu sinni að þau verði gerð að prestaköllum með þeim breytingum þó að Kálfatjarnarsókn á svæði 7 færist á svæði 8. Á því svæði verði tvö prestaköll sem annars vegar samanstandi af Ástjarnarsókn, Hafnarfjarðarsókn, Kálfatjarnarsókn og Víðistaðasókn, og hins vegar óbreyttu Garðaprestakalli. Þá verði svæði 12 skipt upp þannig að Bústaðasókn, Grensássókn og Háteigssókn verði að einu prestakalli en Ássókn, Langholtssókn og Laugarnessókn að öðru. Svæði 13 verði skipt upp í tvö prestaköll, annars vegar Nessókn og Seltjarnarnessókn og hins vegar Dómkirkjusókn og Hallgrímssókn. Samkvæmt tillögum nefndarinnar verða prestaköllin á svæðinu því ellefu í stað þrjátíu og eins (sjá Fylgiskjal 2). Í því skjali má sjá tillögu nefndarinnar um skipan prestakalla á svæðinu með óbreyttum fjölda presta. Nefndin bendir á augljóst misvægi í þjónustubyrði milli einstakra prestakalla sem ástæða er til að skoða nánar, t.d. með tilfærslu embætta milli prestakalla og tengingu sérþjónustpresta við einstök prestaköll. Helstu rök nefndarinnar fyrir tillögum þessum eru eftirfarandi: 1. Fjárhagslegur ávinningur Reynsla innanlands og utan sýnir að verulegur hluti sameininga misheppnast og skilar alls ekki þeim fjárhagslega árangri sem að var stefnt. Vanda þarf því vel til verka svo fjárhagslegur ávinningur verði af sameiningu prestakalla, eins og nefndin leggur til. Engu að síður telur nefndin að með tillögum sínum megi ná fjárhagslegum ávinningi að gefnum eftirfarandi forsendum sem hún telur nauðsynlegar í þessu sambandi. 1. Starfsreglum um presta verði breytt á þann veg að verkstjórnarvaldið í prestakallinu sé skýrt og óumdeilt. 2. Kjarasamningum við organista verði breytt. 3. Samstarfsnefnd sókna í viðkomandi prestakalli verði komið á fót. Þó miðað sé við að öll grunnþjónusta safnaðarstarfsins sé veitt í hverri sókn fyrir sig, má með samvinnu sókna og góðri verkstjórn ná fram hagræðingu og þar með betri nýtingu starfskrafta. Með því að ráða fáa starfsmenn í fullt starf til að þjóna öllum þessum þáttum í sóknum prestakallsins mætti ná fram fjárhagslegum ávinningi. Með góðri skipulagningu helgihalds má hagræða og spara. Mismunandi messutímar í sóknum prestakallsins gefa færi á betri nýtingu presta og organista. Með góðri skipulagningu ætti prestateymi hvers prestakalls að vera sjálfbært um afleysinga- og forfallaþjónustu. Hver sókn hefur á sínum snærum launað og ólaunað starfsfólk sem sinnir mismunandi verkefnum. Sem dæmi má nefna umsjón með bókunum á húsnæði, pöntun auglýsinga, greiðslu reikninga, vinnslu á launa- og fjárhagsbókhaldi, fasteignarekstur, starfsmannahald, viðhald heimasíðu og fjöldamörg önnur atriði sem fylgja rekstri og umsjón með miklu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.