Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Blaðsíða 62
62 63
Tónlistarmál þjóðkirkjunnar
Tónskóli þjóðkirkjunnar starfar samkvæmt starfsreglum um kirkjutónlist á vegum
þjóðkirkjunnar nr. 768/2002. Skólinn starfar eftir námskrá sem kirkjuráð samþykkir.
Skólastjóri er Björn Steinar Sólbergsson, organisti.
Starfshópur um skipulag tónlistarmála kirkjunnar sem skipaður var af biskupi í ársbyrjun
2012 skilaði skýrslu til kirkjuráðs. Þar eru lagðar til viðamiklar breytingar á skipulagi
tónlistarmála m.a. að sameinað verði í eitt starf, embætti verkefnisstjóra á helgihalds- og
tónlistarsviði Biskupsstofu, söngmálastjóra og skólastjóra Tónskólans. Stofnað verði þriggja
manna fagráð - Kirkjutónlistarráð. Hafin verði endurskoðun á tónlistarstefnu kirkjunnar
og starfsreglum um kirkjutónlist á vegum þjóðkirkjunnar og um organista. Tónskólinn
flytji úr núverandi húsnæði í Grensáskirkju en kennsla geti eftirleiðis farið fram í kirkjum
og í húsnæði Háskóla Íslands. Kirkjuráð féllst á megintillögur nefndarinnar og hefur verið
unnið að því að undirbúa framkvæmd þeirra. Skýrsla starfshópsins fylgir skýrslu þessari.
Fulltrúaráð Hjálparstarfs kirkjunnar
Ný skipulagsskrá fyrir Hjálparstarf kirkjunnar var staðfest á síðasta ári. Meðal breytinga
þar er að þeir fimm fulltrúar í fulltrúaráði Hjálparstarfsins sem kirkjuráð skipar og
tveir varamenn þeirra eru nú allir skipaðir til tveggja ára í senn. Kirkjuráð samþykkti
samkvæmt því að skipa til eins árs sem aðalmenn í fulltrúaráði, þau Páll Kr. Pálsson,
framkvæmdastjóra, Rannveigu Sigurbjörnsdóttur, hjúkrunarfræðing og Þorstein Pálsson,
fyrrverandi ráðherra. Þá var samþykkt að skipa sem varamann í fulltrúaráðið til eins árs
Kristínu Magnúsdóttur kennara.
Á næsta ári mun kirkjuráð síðan skipa alla fulltrúa sína og varamenn til tveggja ára.
Stjórn Kirkjuhússins – Skálholtsútgáfunnar
Tilnefning fulltrúa í stjórn Kirkjuhússins – Skálholtsútgáfunnar
Samkvæmt skipulagsskrá Kirkjuhússins – Skálholtsútgáfunnar skal kirkjuráð skipa þrjá
menn í stjórn stofnunarinnar af níu til þriggja ára í senn. Einn er skipaður á ári.
Kirkjuráð samþykkti að tilnefna sr. Bernharð Guðmundsson til þriggja ára sem fulltrúa
kirkjuráðs.
Strandarkirkjunefnd
Í nefndinni sitja Ragnhildur Benediktsdóttir, skrifstofustjóri Biskupsstofu, formaður,
sr. Jón Ragnarsson, sóknarprestur í Hveragerðisprestakalli og sr. Baldur Kristjánsson
sóknarprestur í Þorlákshafnarprestakalli. Nefndin er skipuð til 31. maí 2015.
Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar - málskotsréttur kirkjuráðs
Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar hefur fjallað um tvö mál á starfsárinu.
Mál nr. 1/2011 Kristinn Ágúst Friðfinnsson og Karl Sigurbjörnsson.
Málið snerist um aðdraganda að ákvörðun biskups Íslands um skiptingu starfa í
Selfossprestakalli og ákvörðunina sjálfa sem er frá 11. maí 2010. Kærandi taldi að biskup
hafi verið vanhæfur til að fjalla um málið vegna fyrri afskipta sinna af því og að ákvörðunin