Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Síða 106
106 107
sem flest fær atkvæði sem varamaður að viðbættum þeim atkvæðum sem hann fær sem
aðalmaður, sá 2. varamaður sem næstflest fær atkvæðin talin með sama hætti og sá 3.
varamaður, þar sem það á við, sem fær atkvæði talin með sama hætti.
Hljóti tveir eða fleiri jöfn atkvæði ræður hlutkesti og gildir það einnig um röð varamanna
ef því er að skipta.
Kjörstjórn skal birta nöfn þeirra er kosningu hlutu, strax að lokinni talningu.
Kjörstjórn gefur út kjörbréf til þingmanna, aðalmanna og varamanna og skal röð
varamanna greind sérstaklega.
Gerðabók kjörstjórnar
11. gr.
Kjörstjórn færir gerðabók þar sem skrá skal meginatriði funda, kærumál og úrlausnir
þeirra, svo og úrslit kosninga.
Varamenn
12. gr.
Ef kirkjuþingsmaður andast á kjörtímabilinu, flytur burt úr kjördæminu eða forfallast
varanlega eða tímabundið, tekur varamaður hans sæti í þeirri röð sem hann er til kjörinn.
Hafi hlutaðeigandi kirkjuþingsmaður gegnt embætti forseta kirkjuþings, skal kirkjuþing
kjósa til embættisins að nýju.
Varamaður tekur sæti aðalmanns í föstum þingnefndum og þarf ekki að kjósa að nýju um
sæti aðalmannsins.
Kærur vegna kirkjuþingskosninga
13. gr.
Rétt til að kæra eiga þeir einir sem hafa kosningarrétt við kirkjuþingskjör. Kærur vegna
kirkjuþingskosninga skulu hafa borist kjörstjórn eigi síðar en einni viku eftir að atkvæði eru
talin. Leggur hún þær, ásamt athugasemdum sínum, fyrir yfirkjörstjórn þjóðkirkjunnar.
Yfirkjörstjórn þjóðkirkjunnar
14. gr.
Yfirkjörstjórn þjóðkirkjunnar fer með endanlegt úrskurðarvald í ágreiningsmálum vegna
kirkjuþingskosninga. Hún er skipuð þremur mönnum og þremur til vara, til fjögurra ára í
senn. Skal einn þeirra vera löglærður sem og varamaður hans.
Yfirkjörstjórnarmenn mega hvorki vera kirkjuþingsmenn eða varamenn þeirra né í föstu,
launuðu starfi hjá þjóðkirkjunni.
Kosning til yfirkjörstjórnar fer fram á þriðja reglulega kirkjuþingi eftir kjör kirkjuþings.
Aðsetur yfirkjörstjórnar skal vera á Biskupsstofu. Biskupsstofa sér nefndinni fyrir aðstöðu
og þjónustu.