Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Side 80
80 81
Til undirbúnings ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu
Þriðja spurningin á atkvæðaseðlum þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október var þessi: „Vilt þú
að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?“
Vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar hélt framtíðarhópurinn – og í samvinnu við
Kjalarnesprófastsdæmi - málþing í Vídalínskirkju 1. október. Yfirskrift þess þings var:
„Já“ við þjóðkirkjuákvæði í stjórnarskrá? Þingið var haldið í tveimur en líkum hlutum.
Fyrri hluti var kl. 13-15 og endurtekinn kl. 20-22. Tilgangurinn var að koma til móts við
mismunandi tímaþarfir fólks og gefa fleirum kost á að koma til fundar.
Á málþinginu var glímt við spurningar á borð við:
Á að vera ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskrá? Hvað merkir Já og hvað merkir Nei í
þjóðar at kvæðagreiðslunni? Samræmist þjóðkirkjuákvæði í stjórnarskrá grunngildum
sam félagsins á borð trúfrelsi, jöfnuð og sanngirni?
Málsefni og málshefjendur voru:
„Já, en…“ Hjalti Hugason
„Já, og…“ Gunnar Kristjánsson
„Já, sko…“ Kristín Þórunn Tómasdóttir
Stjórn og umræðustjórn: Sigurður Árni Þórðarson og Birna G. Konráðsdóttir.
Málþingið var hljóðritað og upptökur voru gerðar aðgengilegar á vefnum á slóðinni:
http://kirkjuritid.is/2012/10/malthing-um-thjodkirkjuakvaedid/
Kannanir á viðhorfum þjóðkirkjufólks
Framtíðarhópur efndi til könnunar í október og nóvember 2011 á viðhorfum fólks til ýmissa
þátta í starfi þjóðkirkjunnar. Könnunin var send rafrænt til sóknarnefndafulltrúa, fulltrúa
á leikmannastefnu, fulltrúa í héraðsnefndum, biskupa, kirkjuþingsfulltrúa, formanna
sóknarnefnda, djákna og presta. Spurt var um líf, skipulag og starf þjóðkirkjunnar, um
tengsl ríkis og þjóðkirkju, sem og kirkju- og þjóðfélagsbreytingar á Íslandi. Niðurstöður
könnunarinnar voru kynntar á kirkjuþingi 2011.
Framtíðarhópur leggur til að viðhorf ábyrgðarfólks kirkjunnar til stefnu- og álitamála verði
reglulega könnuð. Reynslan af fyrstu könnun framtíðarhópsins sýnir hve auðvelt er að
gera kannanir varðandi kirkjuleg og samfélagsleg álitamál. Svona kannanir geta stuðlað að
bættu flæði upplýsinga og hjálpað við ákvörðun í stefnu- og starfsmálum þjóðkirkjunnar.
Á vefnum
Framtíðarhópur hefur stofnað sértaka heimasíðu þar sem efni frá þingum hópsins er
vistað og miðlað. Þegar skýrsla þessi er rituð hefur verið gengið frá flestu sem verður sett
á síðuna og má vænta að þeirri vinnu ljúki á næstu vikum. Slóðin er:
kirkjan.is/framtidarhopur.