Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Blaðsíða 61

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Blaðsíða 61
61 Miðaldadómkirkja Kirkjuráð hefur haft til umfjöllunar hugmyndir um smíði miðaldadómkirkju í Skálholti. Samþykkt var að ganga til samstarfs um endurreisn hennar, enda verði unnt að staðsetja hana þannig að vel fari. Þjóðkirkjan mun ekki taka fjárhagslegan þátt í verkefninu og ekki bera áhættu af því. Friðun mannvirkja í Skálholti Kirkjuráð fjallaði um erindi frá Húsafriðunarnefnd, þar sem kynnt eru áform Húsafriðunarnefndar að friðun ytra byrðis Skálholtsskóla, Skálholtskirkju í heild sinni og nánasta umhverfis. Kirkjuráð mótmælti tillögunni með svofelldri bókun: „Samkvæmt lögum um heimild til handa ríkisstjórninni til þess að afhenda þjóðkirkju Íslands Skálholtsstað nr. 32/1963, var þjóðkirkju Íslands afhent endurgjaldslaust til eignar og umsjár jörðin Skálholt í Biskupstungum ásamt öllum mannvirkjum og lausafé, sem þá voru í eign ríkisins á staðnum, enda veittu biskup Íslands og kirkjuráð eign þessari viðtöku fyrir hönd þjóðkirkju Íslands, og hafa haft þar forræði um framkvæmdir og starfrækslu. Samkvæmt lögum um Skálholtsskóla nr. 22/1993 er skólinn kirkjuleg menningar- og menntastofnun, í eigu þjóðkirkju Íslands og starfar á grunni fornrar skólahefðar í Skálholti og norrænnar lýðháskólahefðar. Kirkjuráð ber stjórnunarlega og fjárhagslega ábyrgð á rekstri skólans fyrir hönd þjóðkirkju Íslands. Kirkjuráð samþykkti á fundi sínum þann 2. nóvember 2011, að undangenginni könnun á málavöxtum vegna byggingar Þorláksbúðar í Skálholti svofellda bókun: „Samkvæmt bókun kirkjuráðs frá 21. september 2011 var málið kannað, en fyrir liggur af hálfu skipulags- og byggingaryfirvalda Bláskógabyggðar að byggingarleyfi verði gefið út. Í ljósi þeirrar könnunar gerir kirkjuráð ekki athugasemdir við að Þorláksbúðarfélagið ljúki framkvæmd verksins. Biskup sat hjá við afgreiðslu málsins.“ Kirkjuráð bendir á að skyndifriðun er íþyngjandi úrræði og ber að beita varfærnislega. Kirkjuráð mótmælir þeirri skyndifriðun sem Húsafriðunarnefnd ríkisins hefur beitt gagnvart fasteignum kirkjunnar í Skálholti og telur hennar ekki þörf. Kirkjuráð mótmælir þeim skilningi Húsafriðunarnefndar ríkisins að skyndifriðun nái til alls þess svæðis sem nefndin telur að skyndifriðun nái til þ.e. milli Skálholtsdómkirkju og Skálholtsskóla. Kirkjuráð álítur að skýra beri hið íþyngjandi ákvæði 8. gr. laga um húsafriðunarnefnd nr. 104/200. þröngt. Kirkjuráð áskilur sér allan rétt í þessu sambandi. Bent skal á að það er óviðunandi að framkvæmdir á einu mikilvægasta svæði Skálholtsstaðar, þar sem meginþjónusta kirkjunnar í Skálholti fer fram, sé háð þeirri miklu takmörkun að leyfi Húsafriðunarnefndar ríkisins þurfi til hverju sinni. Kirkjuráð telur ákvörðun Húsafriðunarnefndar ríkisins of seint fram komna þar sem undirbúningur að framkvæmdum hefur staðið yfir í nokkur ár og engum hefur getað dulist hvaða fyrirætlanir voru uppi. Kirkjuráð telur samkvæmt framanskráðu að mennta- og menningarmálaráðherra skuli ekki friða hús í Skálholti samkvæmt ákvörðun Húsafriðunarnefndar ríkisins um skyndifriðun. Kirkjuráð samþykkti að kynna mennta- og menningarmálaráðherra álit ráðsins samkvæmt framanskráðri bókun“. Mennta- og menningarmálaráðherra hefur ekki veitt úrlausn um tillögu Húsafriðunarnefndar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.