Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Síða 68
68 69
06-701 Þjóðkirkjan/Biskup Íslands
Í fjárlagafrumvarpi (án sérframlaga) 2013 í undirlið 06-701 Þjóðkirkjan viðfang 101-
Biskup Íslands er framlag 1.412,0 m.kr. þegar búið er að draga frá sértekjur að fjárhæð
264 m.kr. Hér er átt við laun biskups Íslands, tveggja vígslubiskupa, 138 presta og prófasta
og 18 starfsmanna Biskupsstofu auk rekstrarkostnaðar. Niðurskurður miðað við óskertan
samning er um 20%. Tafla 3 að ofan sýnir hvernig niðurskurður einstakra liða samningsins
lendir miðað við jafnan niðurskurð. Jafngildir þetta því að ríkið greiði fyrir 109 presta í
stað 138 eins og samningur ríkis og kirkju gerir ráð fyrir og 14 starfsmanna á Biskupsstofu
í stað 18.
Hagræðingarkrafa ríkisins var 160 m.kr. árið 2010, 100 m.kr. árið 2011 og 37,2 m.kr.
árið 2012, en árið 2013 er boðaður 16,5 m.kr. niðurskurður til viðbótar og er þá
heildarniðurskurður orðinn um 313,7 m.kr. miðað við fjárlög 2009 – á verðlagi hvers
árs. Ráðgert er að selja eignir Kirkjumálasjóðs sem ekki er talin þörf fyrir eða þykja
óhagkvæmar í rekstri og leggja áætlað andvirði að fjárhæð 80 m.kr. til Biskupsstofu til
þess m.a. að tryggja þjónustu kirkjunnar þrátt fyrir rýrnandi tekjustofna.
Tafla 2
Samanburður á frumvarpi 2013
og óskertum framlögum 2012
í milljónum króna
Fjárlaga-
frumvarp
2013
Óskert
framlag
2012
Mism.
%
Mism.
kr.
06-701 Þjóðkirkjan 1.434,0 1.789,2 -20% -355,2
06-736 Jöfnunarsjóður sókna 310,8 466,3 -33% -155,5
06-705 Kirkjumálasjóður 240,2 360,5 -33% -120,3
06-707 Kristnisjóður 73,1 102,0 -28% -28,9
06-735 Sóknargjöld 1.680,0 2.520,7 -33% -840,7
Samtals 3.738,1 5.238,7 -29% -1.500,6
Tafla 3
06-701 Þjóðkirkjan án sérframlaga
í milljónum króna
Fjárlaga-
frumvarp
2013
Samkvæmt
kirkjujarða-
samkomulagi
2013 Mism. %
Mism.
kr.
Laun presta, prófasta og biskupa 1.156,6 1.447,6 -20% -291,0
Rekstrarkostnaður presta 144,5 180,8 -20% -36,3
Launakostnaður biskupsstofu 104,9 131,3 -20% -26,4
Annar rekstrarkostnaður Biskupsstofu 6,0 7,5 -20% -1,5
Samtals 1.412,0 1.767,2 -20% -355,2