Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Blaðsíða 16

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Blaðsíða 16
16 17 kjörstjórnar sem taldi að kosningin yrði öruggari með póstkosningu. Jafnframt var kosin fimm manna nefnd sem er ætlað það hlutverk að endurskoða starfsreglur um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa og á hún að skila tillögum á næsta kirkjuþingi. Pétur Kr. Hafstein ákvað af heilsufarsástæðum að segja af sér embætti forseta kirkjuþings um mánaðarmótin mars-apríl sl. Mikill missir er af Pétri úr þessu embætti en hann er óvenju glöggur og vel að sér í málum er varða íslensku þjóðkirkjuna, hvort heldur sem eru fundarsköp kirkjuþings, löggjöf eða hvað annað er varðar kirkjuna. Alltaf var hægt að leita til hans ef einhver vafi var á ferð. Á þeim 6 árum sem ég hef setið kirkjuþing hef ég verið fyrsti varaforseti þess og nokkrum sinnum stýrt þingi þegar forseti hefur verið frummælandi í málum. Árin á kirkjuþingi hafa verið mér afar dýrmæt, tími lærdóms meðal annars í meðferð mála og fundarskapa. Pétur hefur verið sú fyrirmynd sem hefur nýst mér vel í öðru starfi mínu. Ég vil þakka Pétri mjög góð kynni, hann er drengur góður, sanngjarn, ákveðinn og fastur fyrir, úrræðagóður og með góða nærveru. Ég held að við getum öll tekið undir það. Ég óska honum af öllu hjarta góðs bata. Þjóðkirkjan hefur orðið fyrir ágjöf og traust til hennar hefur beðið nokkurn hnekki. Það er því eitt brýnasta verkefni kirkjunnar að endurheimta traust sitt og trúnað og ná til þeirra sem hafa sagt sig úr þjóðkirkjunni. Þetta gerist ekki af sjálfu sér. Hér verður allt kirkjunnar fólk að leggjast á eitt, ekki síst kirkjuþing, sem verður að leita allra leiða til að styrkja ásýnd og stöðu þjóðkirkjunnar hjá þjóðinni. Ég bið þess að við höfum það í huga hér í dag og endranær og að farsæld og friður megi fylgja störfum og ákvörðunum þessa aukakirkjuþings.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað: Gerðir kirkjuþings 2012 (01.01.2012)
https://timarit.is/issue/389678

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Gerðir kirkjuþings 2012 (01.01.2012)

Aðgerðir: