Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Blaðsíða 15

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Blaðsíða 15
15 Þjóðkirkjan hefur ekki skorist úr leik í þeim efnahagsþrengingum sem hafa verið í samfélaginu. Hún hefur þegar tekið á sig miklar skerðingar frá efnahagshruni og er reiðubúin til að axla þær byrðar sem sanngirni krefst. Þar biður þjóðkirkjan um skilning og réttsýni ekki um hlífð heldur sanngirni. Á þessu þingi verður kosinn nýr forseti úr röðum leikmanna á kirkjuþingi. Á kirkjuþingi eiga sæti 29 kjörnir fulltrúar, 12 vígðir menn og 17 leikmenn sem kosnir eru í níu kjördæmum landsins. Kirkjuþing kýs forseta skriflega og í óbundinni kosningu. Séra Karl Sigurbjörnsson, tilkynnti í ávarpi við upphaf kirkjuþings í nóvember 2011 að hann léti af embætti biskups Íslands þegar skipunartími hans rynni út næsta sumar, eftir rúmlega 14 ára þjónustu eða frá ársbyrjun 1998. Þetta væri því síðasta kirkjuþing sem hann sæti. Hann sagði af þessu tilefni „Ég mun kveðja embætti mitt með þakklæti í huga fyrir það góða fólk sem með mér hefur fetað veginn og á vegi mínum hefur orðið á vettvangi kirkju og samfélags. Ég hef notið mikillar gæfu í starfi og þjónustu á samleið með slíku fólki. Ég bið því öllu blessunar.“ Mikil eftirsjá er af Karli sem leiddi kirkjuna á miklum rósturtímum. Óhætt er að segja að á þeim árum sem síðan eru liðin hafi þjóðfélagið gjörbreyst og taktur mannlífsins orðið annar. Efnahagshrunið haustið 2008 markaði kaflaskil enda komu í ljós miklir brestir og meinsemdir í samfélagsgerð og menningu Íslendinga. Þá tilkynnti séra Jón Aðalsteinn Baldvinsson, vígslubiskup á Hólum, einnig við lok síðasta kirkjuþings að hann hygðist láta af störfum á þessu ári. Við þökkum honum gott samstarf hér á kirkjuþingi. Nýr vígslubiskup séra Solveig Lára Guðmundsdóttir var vígð á Hólahátíð í ágúst 2012. Við fögnum henni hér í dag á fyrsta degi í nýju embætti og óskum henni allrar blessunar í nýja embættinu. Vegna þessa tekur nýr kirkjuþingsfulltrúi sæti hennar hér í dag. Á einu ári frá síðsumri 2011 til síðsumars 2012 hefur verið endurnýjun í öllum þremur biskupsembættunum. Aldrei áður hafa jafn margir haft kosningarétt við biskupskjör. Formenn sóknarnefnda um land allt, svo og varaformenn í þremur fjölmennustu prófastsdæmunum, voru í lykilhlutverki í þessum kosningum. Þetta er fólk sem hefur valið að axla það ábyrgðarhlutverk að sjá um rekstur í sókn sinni, sem leggur ómælda sjálfboðavinnu í að halda kirkjum og safnaðarheimilum við, sjá um fjármál sóknarnefndar og ýmsa þá umsýslu sem fylgir félagsstarfinu í söfnuðinum. Það var löngu orðið tímabært að mikilvægt starf þeirra fengi þá virðingu sem því ber með því að atkvæðisréttur í biskupskjöri næði einnig til þeirra. Vonandi verður næsta skref að allt sóknarnefndarfólk fái að kjósa. Á aukakirkjuþingi sem haldið var 4. febrúar 2012 í Grensáskirkju var starfsreglum um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa breytt á þann hátt að taka aftur upp póstkosningar í stað rafrænna kosninga eins og búið var að ákveða. Það var gert að beiðni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Gerðir kirkjuþings

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
2298-8432
Tungumál:
Árgangar:
45
Fjöldi tölublaða/hefta:
54
Gefið út:
1958-í dag
Myndað til:
2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Þjóðkirkjan. Kirkuþing.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað: Gerðir kirkjuþings 2012 (01.01.2012)
https://timarit.is/issue/389678

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Gerðir kirkjuþings 2012 (01.01.2012)

Aðgerðir: