Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Page 63

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Page 63
63 samrýmdist hvorki lögum né starfsreglum þjóðkirkjunnar. Niðurstaða úrskurðarnefndar var sú að nefndin hefði ekki vald, samkvæmt þeim lögum sem hún starfar eftir, til að hnekkja ákvörðun biskups. Slíkri ákvörðun verði einungis hnekkt með dómi. Úrskurðarnefnd geti því ekki tekið erindið til efnislegrar umfjöllunar og vísaði því frá Úrskurðarnefnd. Mál nr. 1/2012: Stjórn Prestafélags Íslands og Karl Sigurbjörnsson Málið snerist um heimildir biskups Íslands til þess að vígja guðfræðimenntaða einstaklinga til prests án þess að á undan færi auglýsing um það preststarf sem guðfræðingur væri vígður til. Úrskurðarnefnd taldi málið tækt til efnislegrar meðferðar sbr. 12. gr. l. 78/1997 um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar. Úrskurðarnefnd taldi að sýnt hafi verið fram á að sú framkvæmd sem málshefjandi telur ólögmæta sé venjuhelguð framkvæmd sem hafi verið við lýði um áratuga skeið. Úrskurðarnefnd hafi ekki vald til að hnekkja þessari venjuhelguðu framkvæmd, henni verði annað hvort hnekkt með dómi eða með því að kirkjuþing setji starfsreglur um það hvenær sé heimilt að vígja guðfræðinga til starfa að beiðni safnaða eða stofnana án undangenginnar auglýsingar á starfinu. Af þessum ástæðum vísaði nefndin málinu frá Úrskurðarnefnd kirkjunnar. Í lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78 1997 13. gr. er m.a. kveðið á um að niðurstöðu úrskurðarnefndar megi skjóta til áfrýjunarnefndar sem ráðherra skipi til fjögurra ára í senn og hafi málsaðilar og kirkjuráð heimild til áfrýjunar. Áfrýjunarfrestur er þrjár vikur. Kirkjuráð hefur kynnt sér ofangreinda úrskurði Úrskurðarnefndar kirkjunnar og ákvað að áfrýja þeim ekki til Áfrýjunarnefndar kirkjunnar. Sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson hefur áfrýjað úrskurði nefndarinnar í máli 1/2011 til Áfrýjunarnefndar kirkjunnar og er málið til meðferðar þar. (Úrskurðirnir fylgja skýrslu þessari). IV. Lokaorð Skýrslur kirkjulegra stofnana og nefnda birtast í Árbók kirkjunnar sem nær yfir tímabilið frá 1. júní 2011 til 31. maí 2012. Árbókin var send þingfulltrúum eftir að hún kom út. Kirkjuráð hefur fjallað um ýmis önnur mál sem unnt er að lesa um í fundargerðum ráðsins á heimasíðu kirkjunnar, http://www2.kirkjan.is/stjornsysla/. Einnig skal vísað til greinagerðar framkvæmdastjóra kirkjuráðs í Árbók kirkjunnar 2011-2012. Þá fylgja skýrslu þessari gögn til frekari skýringa. Reykjavík í október 2012 Kirkjuráð Agnes M. Sigurðardóttir Ásbjörn Jónsson Gísli Gunnarsson Gunnlaugur Stefánsson Katrín Ásgrímsdóttir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.