Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Blaðsíða 64

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Blaðsíða 64
64 65 Nefndarálit allsherjarnefndar um skýrslu kirkjuráðs. Á fund nefndarinnar komu framkvæmdastjóri kirkjuráðs, vígslubiskup í Skálholti og biskup Íslands. Nefndin hefur fjallað um skýrslu kirkjuráðs og fylgiskjöl með henni, ásamt ræðum og ávörpum við upphaf kirkjuþings. Tekið er undir þakkir í skýrslu kirkjuráðs til fráfarandi forseta kirkjuþings, Péturs Kr. Hafstein. Einnig tekur allsherjarnefnd undir þakkarorð til fráfarandi biskups, Karls Sigurbjörnssonar og fyrrum vígslubiskups á Hólum, Jóns Aðalsteins Baldvinssonar ásamt fráfarandi forseta kirkjuþings, Margrétar Björnsdóttur sem tók við forsetastörfum í byrjun þessa árs, auk Þorvaldar Karls Helgasonar, fráfarandi biskupsritara. Þá býður allsherjarnefnd nýjan biskup Íslands, Agnesi Sigurðardóttur, velkomna til starfa og einnig nýjan vígslubiskup á Hólum, Solveigu Láru Guðmundsdóttur. Nýjum biskupsritara, Þorvaldi Víðissyni er einnig heilsað sem og nýjum forseta kirkjuþings, Magnúsi E. Kristjánssyni. Óvenjulegt er að svo miklar mannabreytingar verði á svo skömmum tíma í yfirstjórn þjóðkirkjunnar, en aðeins er eitt ár frá því að Kristján Valur Ingólfsson tók við embætti vígslubiskups í Skálholti. Tillögur um nýja stjórnarskrá Niðurstaða ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnskipunarlaga er skýr. Hún tjáir ljóslega vilja þjóðarinnar um stöðu þjóðkirkjunnar og hlutverk hennar í íslensku samfélagi, þar sem meirihluti þeirra sem kusu var fylgjandi því að hafa ákvæði um þjóðkirkjuna í stjórnarskrá. Allsherjarnefnd er sammála því að greinar um þjóðkirkju í núverandi stjórnarskrá (62. og 79. grein) komi óbreyttar inn í nýja stjórnarskrá sbr. frumvarp til stjórnskipunarlaga (19. grein). Um þetta sagði biskup í ræðu sinni við upphaf kirkjuþings: „Niðurstaðan kom einhverjum á óvart, mörgum þó gleðilega á óvart, en hún er liður í því að efla og styrkja sjálfsmynd kirkjunnar. Í ljós kom að það góða starf sem unnið er í söfnuðum landsins er metið að verðleikum...“. Þá minnti biskup á að ábyrgð þjóðkirkjunnar væri mikil þar sem „meirihluti þjóðarinnar treystir henni til áframhaldandi góðra verka og forystu í þágu kristni hér á landi“. Síðar í ræðu sinni kom biskup aftur inn á hið mikilvæga hlutverk sem kirkjan hefur að gegna í samfélaginu sem sameiningarafl á stundum gleði og sorgar: „Hún [kirkjan] heldur á lofti lífsgildum sem eru grunnstoðir samfélagsins og hún viðheldur minningu og menningu þjóðarinnar“. Í setningarræðu Magnúsar E. Kristjánssonar kemur fram svipað viðhorf sem allsherjarnefnd tekur undir: „Traust á þjóðkirkjunni fer vaxandi. Íslenska þjóðin vill að hennar sé getið í stjórnarskrá. Fólkið vill að hin evangelíska lúterska kirkja sé samferða því í okkar íslenska þjóðfélagi. Við gleðjumst yfir því, fögnum þeirri niðurstöðu en gerum okkur jafnframt grein fyrir því að við þurfum að standa undir því trausti og af auðmýkt og trúmennsku uppfylla þær væntingar sem til þjóðkirkjunnar eru og verða gerðar“. Í ávarpi innanríkisráðherra, Ögmundar Jónassonar, kom fram sú sýn á þjóðkirkjuna að hún sé „óttalaus, staðföst og sterk. Það er sú kirkja sem þjóðin greiddi atkvæði um“, sagði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Gerðir kirkjuþings

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
2298-8432
Tungumál:
Árgangar:
45
Fjöldi tölublaða/hefta:
54
Gefið út:
1958-í dag
Myndað til:
2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Þjóðkirkjan. Kirkuþing.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað: Gerðir kirkjuþings 2012 (01.01.2012)
https://timarit.is/issue/389678

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Gerðir kirkjuþings 2012 (01.01.2012)

Aðgerðir: