Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Blaðsíða 67
67
2. mál kirkjuþings 2012
Flutt af kirkjuráði
Skýrsla um fjármál þjóðkirkjunnar
Helstu þættir til umræðu og ályktunar
Heildartekjur þjóðkirkjunnar í frumvarpi til fjárlaga árið 2013 eru áætlaðar 3.738,1 m.kr.
að frádregnum 264 m.kr. sértekjum sem Þjóðkirkjunni 06-701 (Biskupsstofu) er ætlað að
afla. Áætlaðar sértekjur í fjárlagafrumvarpinu hækka milli ára um rúmlega 160 m.kr. vegna
leiðréttingar á rekstrarumfangi, en útgjaldarammi stendur óbreyttur. Áætlaðar greiðslur
til þjóðkirkjunnar í heild hækka um 75,9 m.kr. milli áranna 2012 og 2013 eða um 2,1%
ef miðað er við fjárlög 2012 að teknu tilliti til endurmats vegna launa. Aðhaldsaðgerðir
árið 2013 vegna 06-701 Þjóðkirkjunnar eru 16,5 m.kr. en launa- og verðlagsbætur
koma ofan á fjárlög 2012 þannig að lækkunin verður 6 m.kr. milli ára. Vegna 06-707
Kristnisjóðs eru aðhaldsaðgerðir að fjárhæð 0,9 m.kr. en engar launa- og verðlagsbætur
eru reiknaðar á þann lið. Aðhaldsaðgerðir eru ekki vegna sóknargjalda þjóðkirkjunnar en
verðlagsbætur gera það að verkum að fjárlög 2013 hækka um 62,8 m.kr. eða um 3,9% milli
ára vegna sóknargjalda. Jöfnunarsjóður sókna og Kirkjumálasjóður hækka í samræmi við
sóknargjöldin (sjá töflu 1)
Miðað við að sóknargjöld hefðu verið óskert frá árinu 1999 og hækkað í samræmi við
lög nr. 91/1987 og ekki hefði verið vikið frá kirkjujarðasamkomulaginu - er boðaður
niðurskurður í fjárlagafrumvarpi 2013 um 1.500,6 m.kr. eða um 29% í heildina milli
áranna 2012 og 2013 (sjá töflu 2). Þetta þýðir að ríkið er að greiða laun 109 presta í stað
þess að greiða laun 138 presta eins og samningur ríkis og kirkju gerir ráð fyrir.
Tafla 1
Fjárlagaliður
í milljónum króna
Fjárlaga-
frumvarp
2013
Fjárlög og
launabætur
2012
Mism.
%
Mism.
kr.
06-701 Þjóðkirkjan 1.434,0 1.440,0 -0,4% -6,0
06-736 Jöfnunarsjóður sókna 310,8 299,5 3,8% 11,3
06-705 Kirkjumálasjóður 240,2 231,5 3,8% 8,7
06-707 Kristnisjóður 73,1 74,0 -1,2% -0,9
06-735 Sóknargjöld 1.680,0 1.617,2 3,9% 62,8
Samtals 3.738,1 3.662,2 2,1% 75,9