Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Page 28

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Page 28
28 29 flótta frá því vonda? Hreyfing lærisveina sem er ávallt að bæta sig og fólk sem er stöðugt í Jesú Kristi. Undanfarið höfum við horft á starfsemi kirkjunnar og skoðað alvarlega. Starfshópar og nefndir hafa lagt mat á mál, ráðstefnur og málþing hafa verið haldin, rannsóknarnefnd farið yfir, gagnrýnt, metið og ráðlagt. Ríkisendurskoðun yfirfarið rekstur og skipulag. Leikir og lærðir rætt stöðuna. Ég hef ekki heyrt af því að nokkurt félag, stofnun, hópur eða samfélag hafi farið í gegnum jafn mikla og oft sára sjálfsskoðun og hin íslenska þjóðkirkja. Okkur ætti að vera ljóst hvar við erum stödd eftir alla þessa skoðun. Mikilvægt er að sammælast um hvert við förum. Það er afar mikilvægt að við ræðum og komum þjóðkirkjufrumvarpinu í farveg. Frumvarpið hefur verið lengi til umræðu og það hefur tekið ýmsum breytingum. Það er mín skoðun að kirkjuþing verði nú að leggja sérstaka áherslu á vinnu við þetta frumvarp. Hér á þessu þingi eru lögð fram mörg mál sem og á fyrri þingum. Stundum koma upp efasemdir hvort allt sem lagt er til passi við þau lög sem við störfum eftir. Sumir ganga svo langt að segja að við séum oft að setja plástur á smásár frekar en að skera upp gera við og sauma. Hvað sem slíkri umræðu líður þá felst í því tækifæri með nýjum lögum og starfsreglum að reyna að ramma skipulag og starfsemi þjóðkirkjunnar inn með heilstæðum hætti. Þá er líka mikilvægt að vel sé vandað til slíks verks og að um niðurstöðuna ríki sæmileg sátt. Það skiptir því máli að hér verði góð umræða um frumvarpið og þær hugmyndir sem það er grundvallað á. Á þessu máli verður kirkjuþing að taka fulla ábyrgð. Traust á þjóðkirkjunni fer vaxandi. Íslenska þjóðin vill að hennar sé getið í stjórnarskrá. Fólkið vill að hin evangelíska lúterska kirkja sé samferða því í okkar íslenska þjóðfélagi. Við gleðjumst yfir því, fögnum þeirri niðurstöðu en gerum okkur jafnframt grein fyrir því að við þurfum að standa undir því trausti og af auðmýkt og trúmennsku uppfylla þær væntingar sem til þjóðkirkjunnar eru og verða gerðar. Kirkja og kristni eiga erindi við fólk í dag og fólkið vill samfylgd kirkjunnar. Erindi hennar er mikilvægt, starf hennar fjölbreytt og þjónusta hennar víðast hvar vel þegin. Góðir kirkjuþingsfulltrúar og gestir. Í dag er afmælisdagur Marteins Lúters. Það er góður dagur til að ræða hvernig hægt er að efla starf og þjónustu þjóðkirkjunnar. Við höfum fengið nýjan biskup til að veita þjóðkirkjunni forystu ásamt vígslubiskupum sem nýlega hafa tekið við embættum. Þetta er öflugt og hæfileikaríkt fólk sem við treystum til að leiða kirkjuna af festu, öryggi og áræði. Fulltrúar á kirkjuþingi vilja af einlægni vinna þjóðkirkjunni gagn. Prestar leiða öflugt kirkjustarf um allt land. Sóknarnefndir standa fyrir ótrúlega mikilli starfsemi þrátt fyrir þrönga fjárhagstöðu og sjálfboðaliðar leggja einstaklega mikið af mörkum með fjölbreytilegum hætti á vettvangi þjóðkirkjunnar. Nú þegar við göngum til þingstarfa vona ég að verklag okkar verði til fyrirmyndar, umræða öll vönduð og góð sátt náist í niðurstöðu mála.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.