Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Blaðsíða 83

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Blaðsíða 83
83 Flest erum við líklega sammála um að eitt það mikilvægasta í öllu því sem snýr að kynferðisbrotamálum séu forvarnir. Það er að allt sé gert sem hægt er til að koma í veg fyrir að slík brot verði framin. Forvarnir þurfa fyrst og fremst að stuðla að öryggi og velferð þeirra sem leita eftir þjónustu kirkjunnar eða taka þátt í starfi á hennar vegum. Það sama á við um þau sem vinna störf í kirkjunni, bæði sem launað starfsfólk og sjálfboðaliðar. Það er skynsamlegt að koma á vönduðum verklagsreglum í öllu starfi kirkjunnar sem hafa forvarnargildi. Til þess að slíkar reglur verði sem bestar þarf að fá fólk sem þekkir til á sem flestum sviðum í starfsemi kirkjunnar til að taka þátt í útfærslu slíkra reglna. Þá þarf að hafa í huga þegar slíkar reglur eru útfærðar að aðstæður og starfsemi á vegum kirkjunnar eru mjög mismunandi eftir stöðum. Taka þarf tillit til þess það er margt ólíkt í þéttbýli og dreifbýli. Þjóðkirkjan hefur sett sér siðareglur. Eins hefur prestafélag Íslands siðareglur. Í umræðum sem nefndarfólk hefur átt við ýmsa aðila hefur komið fram að vera kunni að það væri til bóta að skerpa á og skýra ýmislegt í siðareglum þjóðkirkjunnar. Siðareglur þurfa að vera meira en falleg orð á blaði. Þær þurfa allir að kannast við og nota. Þá geta siðareglur sett ákveðin ramma sem fólk undirgangist að starfa innan. Þá verði það skýrt að það fólk sem ekki getur farið eftir siðareglum þjóðkirkjunnar geti ekki starfað innan hennar. Hafa þarf í huga að siðareglur snúast ekki eingöngu um presta heldur og allt starfsfólk á biskupsstofu, í öllum stofnunum kirkjunnar og á vettvangi sókna. Siðareglur eiga að gilda bæði um launað starfsfólk sem og sjálfboðaliða. Það eru margir sem starfa að fræðslu, forvörnum og viðbrögðum í málaflokknum kynferðisbrot og kynferðisofbeldi. Nefndarfólki finnst sjálfsagt að kirkjan hafi gott samstarf við öll þau sem vinna að slíkum málum af heilindum og á heilbrigðan hátt. Engin ástæða er til annars en að þjóðkirkjan nýti sér þá þekkingu og þau úrræði sem slíkir aðilar búa yfir og sæki í reynslu þeirra. Lagt er til að þjóðkirkjan leiti samstarfs um fræðslu sem nýtist í forvörnum og hefji nú þegar viðræður við þá aðila sem bjóða upp á slíkt með það í huga að allir sem starfa á vettvangi þjóðkirkjunnar sæki slík námskeið. Nauðsynlegt er að endanleg aðgerðaáætlun sé unnin í umboði kirkjuráðs því hve hratt eða bratt er hægt að fara í verkefni sem snúa að fræðslu og forvörnum byggist á þeim fjármunum sem unnt er að verja til verksins. Verkefni sem þessu er ekki hægt að ljúka í eitt skipti fyrir allt. Verkefni sem snúast um að verja fólk fyrir hverskonar ofbeldi þarf að vera stöðugt á dagskrá. Viðbrögð og verkáætlanir sem eru til fyrirmyndar er aðeins hægt að koma á með því að hafa stöðuga árvekni og fylgjast með því sem best er hægt að gera á hverjum tíma. Það er afar brýnt að fyrstu skref verði tekin strax og því mikilvægt að taka þau í samstarfi við það fólk sem hefur unnið að þessum málum með góðum árangri og geta stytt þann tíma sem þarf til að koma málum í mótaðan farveg. Mikilvægt er að fagfólk með sérþekkingu á málefninu taki við þessu verkefni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað: Gerðir kirkjuþings 2012 (01.01.2012)
https://timarit.is/issue/389678

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Gerðir kirkjuþings 2012 (01.01.2012)

Aðgerðir: