Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Page 52
52 53
spurningu. „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá Íslands verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi“.
Aukakirkjuþing, haldið 1. september 2012, hvetur kjósendur til að minnast þess að hin
evangelíska lúterska þjóðkirkja er samofin menningu og sögu íslensku þjóðarinnar sem og
annarra norrænna þjóða. Þjóðkirkjan er opin, lýðræðisleg almannahreyfing sem heldur
uppi þjónustu og mannræktarstarfi um land allt. Hún er því mikilvæg grunnstoð íslensks
samfélags. Því hvetur þingið til þess að áfram verði ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskrá og
að staða og réttindi annarra trú- og lífsskoðunarfélaga verði tryggð.“
Ályktun þessi var send sóknarnefndum og prestum og birt á heimasíðu kirkjunnar. Hún
var einnig send fjölmiðlum og birt þar. (Sjá umfjöllun síðar í skýrslu þessari).
Þá var einnig fjallað á auka þinginu um skerðingu sóknargjalda og eftirfarandi samþykkt:
„Aukakirkjuþing, haldið 1. september 2012, lýsir yfir þungum áhyggjum af alvarlegri
fjárhagsstöðu sókna landsins. Sóknir landsins hafa tekið á sig skerðingu eins og allir aðrir í
þjóðfélaginu en sú skerðing hefur verið 25% umfram stofnanir innanríkisráðuneytisins.
Kirkjuþing krefst tafarlausrar leiðréttingar sóknargjalda.“ (Sjá umfjöllun síðar í skýrslu
þessari).
Mál lögð fram á kirkjuþingi 2012
Kirkjuráð leggur fram eftirfarandi mál:
1. mál 2012. Skýrsla kirkjuráðs ásamt skýrslum og öðrum fylgigögnum.
Að venju leggur kirkjuráð fram skýrslu um störf sín á kirkjuþingsárinu. Skýrsla þessi ásamt
fylgiskjölum er lögð fyrir kirkjuþing 2012 skv. starfsreglum um kirkjuráð nr. 817/2000.
Vísað er til Árbókar kirkjunnar þar sem einnig er að finna greinargóðar skýrslur um
kirkjustarfið.
2. mál 2012. Skýrsla um fjármál þjóðkirkjunnar.
Fjármál þjóðkirkjunnar eru lögð fram á kirkjuþingi. Reikningar stofnana og sjóða vegna
ársins 2011 eru aðgengilegir öllum kirkjuþingsfulltrúum. Ríkisendurskoðun skilar
endurskoðunarskýrslu vegna sjóða og stofnana kirkjunnar fyrir árið 2011.
5. mál 2012. Tillaga til þingsályktunar um sameiningu prófastsdæma.
Lagt er til að kynnt verði tillaga um sameiningu prófastsdæmanna þriggja á höfuðborgar-
svæðinu í tvö, þ.e. Reykjavíkur- og Reykjanesprófastsdæmi.
13. mál 2012. Tillaga að starfsreglum um kjör til kirkjuþings.
Um er að ræða tillögu að nýjum starfsreglum um kjör til kirkjuþings. Tillögur þessar fela í
sér ýmsar breytingar frá núgildandi reglum en lagt er m.a. til að kjördæmi vígðra verði þrjú
í stað níu, þ.e. Reykjavíkurkjördæmi, Skálholtskjördæmi og Hólakjördæmi, að kjörgengir
menn verði að bjóða sig fram og að ekki þurfi að afla meðmælenda.
15. mál 2012. Tillaga til þingsályktunar um félagatal þjóðkirkjunnar.
Lagt er til að þjóðkirkjan taki upp eigið félagsmannatal er fylgi trúfélagsskráningu í þjóð-