Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Side 60

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Side 60
60 61 Húsaleigutekjur vegna prestssetranna myndu með sama hætti renna til þeirra. Þá þyrfti við úthlutun úr Jöfnunarsjóði sókna að horfa til þeirra viðhaldsverkefna sem munu hvíla á sóknunum. Málið er í athugun en kirkjuráð telur, að ef talið verður að breyta þurfi skipan prestssetursmála, þá þarfnist slíkt miklu meiri undirbúnings og umræðu. Frumvarp innanríkisráðherra til laga um breytingu á lögum um skráð trúfélög nr. 108/1999 Mælt var fyrir frumvarpinu á Alþingi 15. febrúar 2012 og því vísað til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Í frumvarpinu er lagt til að svonefnd lífsskoðunarfélög geti fengið skráningu líkt og trúfélög utan þjóðkirkjunnar. Kirkjuráð veitti umsögn um frumvarpið. Frumvarpið ásamt umsögn fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins og umsögn kirkjuráðs fylgir skýrslu þessari. Stofnanir, nefndir og starfshópar sem kirkjuráð skipar o.fl. verkefni Stofnanir og nefndir skila skýrslum í Árbók kirkjunnar eins og fyrr hefur verið greint frá og er vísað þangað til nánari greinargerða um starfsemi þeirra. Sú umfjöllun sem hér fer á eftir er til fyllingar því eða sérstakrar áréttingar á atriðum sem kirkjuráð vill vekja athygli kirkjuþings á. Samkvæmt 11. gr. starfsreglna um kirkjuráð nr. 817/2000, er meginreglan sú að í nefndum sem kirkjuráð skipar sitji þrír menn og þrír til vara til fjögurra ára og er skipað frá og með 1. júlí árið eftir kirkjuþingskjör. Skálholt Kirkjuráð ber ábyrgð á Skálholtsstað, sbr. lög nr. 32/1963. Skálholtsskóli og Skálholtsstaður eru rekinn sem ein rekstrareining. Vígslubiskup fer með daglega yfirstjórn Skálholts og skrifstofustjóri er Hólmfríður Ingólfsdóttir. Stjórn og rekstur Skálholts Kirkjuráð hefur unnið að endurskoðun á fjárhag, stjórn og rekstri Skálholts og hefur verið unnið að því að lækka kostnað með því að draga úr starfsemi. Starfsfólki í Skálholti hefur verið fækkað. Unnin var skýrsla að beiðni kirkjuráðs þar sem gerð er grein fyrir þeim viðfangsefnum sem sinnt er í Skálholti og lagðar fram hugmyndir að framtíðarsýn. Skýrslan; „Yfirlit og tillögur - Skýrsla til kirkjuráðs 18. janúar 2012“ fylgir skýrslu þessari. Kirkjuráð fjallaði um skýrslu Ríkisendurskoðunar, vegna fjármála Skálholts frá því í febrúar 2012, sem kirkjuráð óskaði eftir síðsumars 2011 að yrði unnin. Tekið hefur verið tillit til ábendinga sem þar koma fram. Skýrsla Ríkisendurskoðunar fylgir. Kirkjuráð samþykkti endurskoðaðar samþykktir um stjórnun og rekstur Skálholts og Skálholtsskóla. Samþykktirnar fylgja skýrslu þessari. Þá samþykkti kirkjuráð að hefja vinnu að deiliskipulagi fyrir Skálholt og er sú vinna hafin.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.