Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Side 58

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Side 58
58 59 „Þjóðin mun ganga til atkvæðagreiðslu þann 20. okt. næstkomandi um eftirfarandi spurningu. „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá Íslands verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi“. Aukakirkjuþing, haldið 1. september 2012, hvetur kjósendur til að minnast þess að hin evangelíska lúterska þjóðkirkja er samofin menningu og sögu íslensku þjóðarinnar sem og annarra norrænna þjóða. Þjóðkirkjan er opin, lýðræðisleg almannahreyfing sem heldur uppi þjónustu og mannræktarstarfi um land allt. Hún er því mikilvæg grunnstoð íslensks samfélags. Því hvetur þingið til þess að áfram verði ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskrá og að staða og réttindi annarra trú- og lífsskoðunarfélaga verði tryggð.“ Ályktun aukakirkjuþingsins var send sóknarnefndum og prestum og kynnt í fjölmiðlum. Þá beitti kirkjuráð sér fyrir kynningu og upplýsingamiðlun á grundvelli samþykkta kirkjuþings og kirkjuráðs um stöðu þjóðkirkjunnar í stjórnarskrá vegna hinnar ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór 20. október 2012. Meirihluti þeirra sem greiddu atkvæði í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá, sem fram fór 20. október 2012, vilja að áfram verði ákvæði um þjóðkirkjuna í stjórnarskrá. Af því tilefni hefur kirkjuráð sent erindi til Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um orðalag um þjóðkirkju í nýrri stjórnarskrá svohljóðandi: „Í nýafstaðinni ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá kom fram að meiri- hluti þeirra sem greiddu atkvæði vilja að áfram verði ákvæði um þjóðkirkjuna í stjórn ar skrá. Kirkjuráð telur að þessi niðurstaða feli í sér að ákvæði 62. gr. í núgildandi stjórnarskrá lýðveldisins Íslands um þjóðkirkjuna nr. 33/1944 skuli haldast óbreytt í tillögu að nýrri stjórnarskrá. Enn fremur skuli haldast óbreytt ákvæði 79. gr. núgildandi stjórnarskrár um málsmeðferð varðandi breytingar á kirkjuskipun ríkisins.“ Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Biskupsstofu, sóknir og sjóði kirkjunnar Á síðasta kirkjuþingi var lögð fram og kynnt skýrsla Ríkisendurskoðunar 2011 um Biskupsstofu, sóknir og sjóði kirkjunnar Ábendingar Ríkisendurskoðunar eru sem hér segir: 1. Breyta þarf skipan kirkjuráðs Það er mat Ríkisendurskoðunar að breyta þurfi lögum á þann veg að dregið verði sem mest úr skyldum biskups til að sinna fjármálaumsýslu kirkjunnar. Endurskoða þarf ákvæði í 10. gr. laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997 þess efnis að biskup sé forseti kirkjuráðs í þá veru að hann sitji í ráðinu með málfrelsi og tillögurétt en án atkvæðisréttar. Kirkjuráð lítur svo á að milliþinganefnd kirkjuþings hafi þetta mál til athugunar sbr. ályktun kirkjuþings 2011 í 10. máli þingsins. 2. Vinna þarf að heildarstefnumótun um málefni Biskupsstofu Ríkisendurskoðun bendir á að þjóðkirkjan þurfi að móta stefnu um þá starfsemi sem fram fer á Biskupsstofu, þar sem fram komi lykilmarkmið og árangursmælikvarðar. Þá þurfi að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.