Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Page 58
58 59
„Þjóðin mun ganga til atkvæðagreiðslu þann 20. okt. næstkomandi um eftirfarandi
spurningu. „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá Íslands verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi“.
Aukakirkjuþing, haldið 1. september 2012, hvetur kjósendur til að minnast þess að hin
evangelíska lúterska þjóðkirkja er samofin menningu og sögu íslensku þjóðarinnar sem og
annarra norrænna þjóða. Þjóðkirkjan er opin, lýðræðisleg almannahreyfing sem heldur
uppi þjónustu og mannræktarstarfi um land allt. Hún er því mikilvæg grunnstoð íslensks
samfélags. Því hvetur þingið til þess að áfram verði ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskrá og
að staða og réttindi annarra trú- og lífsskoðunarfélaga verði tryggð.“
Ályktun aukakirkjuþingsins var send sóknarnefndum og prestum og kynnt í fjölmiðlum.
Þá beitti kirkjuráð sér fyrir kynningu og upplýsingamiðlun á grundvelli samþykkta
kirkjuþings og kirkjuráðs um stöðu þjóðkirkjunnar í stjórnarskrá vegna hinnar ráðgefandi
þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór 20. október 2012.
Meirihluti þeirra sem greiddu atkvæði í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja
stjórnarskrá, sem fram fór 20. október 2012, vilja að áfram verði ákvæði um þjóðkirkjuna í
stjórnarskrá. Af því tilefni hefur kirkjuráð sent erindi til Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar
Alþingis um orðalag um þjóðkirkju í nýrri stjórnarskrá svohljóðandi:
„Í nýafstaðinni ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá kom fram að meiri-
hluti þeirra sem greiddu atkvæði vilja að áfram verði ákvæði um þjóðkirkjuna í stjórn ar skrá.
Kirkjuráð telur að þessi niðurstaða feli í sér að ákvæði 62. gr. í núgildandi stjórnarskrá
lýðveldisins Íslands um þjóðkirkjuna nr. 33/1944 skuli haldast óbreytt í tillögu að nýrri
stjórnarskrá.
Enn fremur skuli haldast óbreytt ákvæði 79. gr. núgildandi stjórnarskrár um málsmeðferð
varðandi breytingar á kirkjuskipun ríkisins.“
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Biskupsstofu, sóknir og sjóði kirkjunnar
Á síðasta kirkjuþingi var lögð fram og kynnt skýrsla Ríkisendurskoðunar 2011 um
Biskupsstofu, sóknir og sjóði kirkjunnar
Ábendingar Ríkisendurskoðunar eru sem hér segir:
1. Breyta þarf skipan kirkjuráðs
Það er mat Ríkisendurskoðunar að breyta þurfi lögum á þann veg að dregið verði sem mest
úr skyldum biskups til að sinna fjármálaumsýslu kirkjunnar. Endurskoða þarf ákvæði í 10.
gr. laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997 þess efnis að biskup
sé forseti kirkjuráðs í þá veru að hann sitji í ráðinu með málfrelsi og tillögurétt en án
atkvæðisréttar.
Kirkjuráð lítur svo á að milliþinganefnd kirkjuþings hafi þetta mál til athugunar sbr.
ályktun kirkjuþings 2011 í 10. máli þingsins.
2. Vinna þarf að heildarstefnumótun um málefni Biskupsstofu
Ríkisendurskoðun bendir á að þjóðkirkjan þurfi að móta stefnu um þá starfsemi sem fram
fer á Biskupsstofu, þar sem fram komi lykilmarkmið og árangursmælikvarðar. Þá þurfi að