Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Blaðsíða 43

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Blaðsíða 43
43 1. Að gerður verði formlegur samningur við ríkið um framtíðarskipan og innheimtu sóknargjalda. Biskup Íslands hefur unnið greinargerð um sögulega þróun sóknargjalda sem fylgir þessari skýrslu og stefnt er að viðræðum við ríkið um framtíðarskipan og innheimtu sóknargjalda. 2. Að farið verði að tilmælum Ríkisendurskoðunar um að sjóðakerfi kirkjunnar verði einfaldað og gert gegnsærra. Unnið hefur verið að nýrri framsetningu fjárhagsáætlunar þar sem hver starfseining er sett fram og áætlaður rekstrarkostnaður einingarinnar í stað málaflokka og verkefna. Einnig hefur komið fram sú hugmynd að Hinn almenni kirkjusjóður frá 1890 verði samstæða rekstrar, stofnana og sjóða í vörslu kirkjuráðs. Miðað er við, gangi þessar hugmyndir eftir, að áætlanir verði settar fram og bókhald fært í samræmi við framangreinda fjárhagsáætlun frá og með árinu 2014. 3. Að leitað verði leiða til að efla fjárhagslegt eftirlit og ráðgjöf til sókna þjóðkirkjunnar. Starfshlutfall verkefnisstjóra fjármála sókna á Biskupsstofu hefur verið aukið til að mæta þessum tilmælum. 4. Að fjárhagsáætlun verði gerð til næstu þriggja ára með það að markmiði að jafnvægi ríki í fjármálum kirkjunnar. Áætlun taki mið af þeim skipulagsbreytingum sem unnið er að. Kirkjuráð fól starfshópum sínum að ræða þessa samþykkt nánar tiltekið þannig að kirkju starfshópur ræddi, á grundvelli þjónustunnar, hagnýtingu starfsfólks kirkjunnar og skipulag sókna og prestakalla á þeim grundvelli, fjármálahópur ræddi tekjur þjóð- kirkjunnar, sóknargjöld og hugsanlegan samning við ríkið þar að lútandi. Einnig sölu eigna og lántökur.  Lagahópur ræddi um rekstur og aðstöðu embætta þjóðkirkjunnar.  Þá óskaði kirkjuráð eftir að fasteignanefnd kirkjunnar aflaði upplýsinga um hlunnindi af fasteignum kirkjunnar og allar leigutekjur. Kirkjustarfs- og lagahópur lögðu fram sameiginlega tillögu til þingsályktunar um skipan nefndar sem fjalli um skipan prestsþjónustunnar í ljósi hagræðingar í fjármálum kirkjunnar. Kirkjuráð ákvað að flytja ekki tillögu þar að lútandi. Hvað varðar sóknargjöld og hugsanlegan samning við ríkið skal vísað til umfjöllunar um sóknargjöldin síðar í skýrslunni. Hvað varðar rekstur og aðstöðu embætta þjóðkirkjunnar var m.a. til umfjöllunar erindi frá Prestafélagi Íslands um hækkun embættiskostnaðar en hann hefur í hagræðingarskyni verið lækkaður sl. ár. Hvað varðar hlunnindi og leigutekjur er það mál ennþá í vinnslu. 5. Að hvatt verði til þess að sóknir og/eða prófastsdæmi sameinist um verkefni eins og aðstæður leyfa til hagræðis og sparnaðar t.d. í reikningshaldi og innkaupum. Þessi tilmæli voru kynnt. Sjá einnig bókun við 5. og 6. mál kirkjuþings. 6. Að kirkjuráð hafi forystu um að fulltrúar sókna upplýsi alþingismenn um alvarlega fjárhagsstöðu sóknanna og mikilvægi þess að sóknargjöld verði leiðrétt. Þannig verði fylgt eftir fundi fulltrúa kirkjuráðs með fjárlaganefnd Alþingis fyrr í nóvember 2011. (Sjá umfjöllun síðar í skýrslu þessari).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.