Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Page 43
43
1. Að gerður verði formlegur samningur við ríkið um framtíðarskipan og innheimtu
sóknargjalda.
Biskup Íslands hefur unnið greinargerð um sögulega þróun sóknargjalda sem fylgir
þessari skýrslu og stefnt er að viðræðum við ríkið um framtíðarskipan og innheimtu
sóknargjalda.
2. Að farið verði að tilmælum Ríkisendurskoðunar um að sjóðakerfi kirkjunnar verði
einfaldað og gert gegnsærra.
Unnið hefur verið að nýrri framsetningu fjárhagsáætlunar þar sem hver starfseining er
sett fram og áætlaður rekstrarkostnaður einingarinnar í stað málaflokka og verkefna.
Einnig hefur komið fram sú hugmynd að Hinn almenni kirkjusjóður frá 1890
verði samstæða rekstrar, stofnana og sjóða í vörslu kirkjuráðs. Miðað er við, gangi
þessar hugmyndir eftir, að áætlanir verði settar fram og bókhald fært í samræmi við
framangreinda fjárhagsáætlun frá og með árinu 2014.
3. Að leitað verði leiða til að efla fjárhagslegt eftirlit og ráðgjöf til sókna þjóðkirkjunnar.
Starfshlutfall verkefnisstjóra fjármála sókna á Biskupsstofu hefur verið aukið til að
mæta þessum tilmælum.
4. Að fjárhagsáætlun verði gerð til næstu þriggja ára með það að markmiði að jafnvægi ríki
í fjármálum kirkjunnar. Áætlun taki mið af þeim skipulagsbreytingum sem unnið er að.
Kirkjuráð fól starfshópum sínum að ræða þessa samþykkt nánar tiltekið þannig að
kirkju starfshópur ræddi, á grundvelli þjónustunnar, hagnýtingu starfsfólks kirkjunnar
og skipulag sókna og prestakalla á þeim grundvelli, fjármálahópur ræddi tekjur þjóð-
kirkjunnar, sóknargjöld og hugsanlegan samning við ríkið þar að lútandi. Einnig sölu
eigna og lántökur.
Lagahópur ræddi um rekstur og aðstöðu embætta þjóðkirkjunnar.
Þá óskaði kirkjuráð eftir að fasteignanefnd kirkjunnar aflaði upplýsinga um hlunnindi
af fasteignum kirkjunnar og allar leigutekjur.
Kirkjustarfs- og lagahópur lögðu fram sameiginlega tillögu til þingsályktunar
um skipan nefndar sem fjalli um skipan prestsþjónustunnar í ljósi hagræðingar
í fjármálum kirkjunnar. Kirkjuráð ákvað að flytja ekki tillögu þar að lútandi. Hvað
varðar sóknargjöld og hugsanlegan samning við ríkið skal vísað til umfjöllunar um
sóknargjöldin síðar í skýrslunni.
Hvað varðar rekstur og aðstöðu embætta þjóðkirkjunnar var m.a. til umfjöllunar
erindi frá Prestafélagi Íslands um hækkun embættiskostnaðar en hann hefur í
hagræðingarskyni verið lækkaður sl. ár. Hvað varðar hlunnindi og leigutekjur er það
mál ennþá í vinnslu.
5. Að hvatt verði til þess að sóknir og/eða prófastsdæmi sameinist um verkefni eins og
aðstæður leyfa til hagræðis og sparnaðar t.d. í reikningshaldi og innkaupum.
Þessi tilmæli voru kynnt. Sjá einnig bókun við 5. og 6. mál kirkjuþings.
6. Að kirkjuráð hafi forystu um að fulltrúar sókna upplýsi alþingismenn um alvarlega
fjárhagsstöðu sóknanna og mikilvægi þess að sóknargjöld verði leiðrétt. Þannig verði fylgt
eftir fundi fulltrúa kirkjuráðs með fjárlaganefnd Alþingis fyrr í nóvember 2011.
(Sjá umfjöllun síðar í skýrslu þessari).