Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Side 84

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Side 84
84 85 Nefndin leggur til að horft verði til þeirra sem hafa nú þegar þekkingu, reynslu og fræðsluefni til að miðla til kirkjunnar og í því sambandi bendum við á samtökin „Blátt áfram“ og efnið „Verndum þau“ sem er á vegum Barnaverndarstofu. Einnig viljum við benda á dr. Berglindi Guðmundsdóttur sálfræðing sem væri tilbúin til samstarfs ef eftir því væri leitað. Á fundi nefndarinnar með Berglindi í júní síðastliðinn var því velt upp hvernig við gætum hagað þeirri vinnu sem eftir er. Svo hægt væri að móta tillögur að fyrirmyndar viðbrögðum kirkjunnar í kynferðisbrotamálum, einelti svo og öðrum ofbeldismálum. Nefndinni var falið af kirkjuþingi 2011 að útvíkka verksvið sitt með það af leiðarljósi að allt ofbeldi færi í farveg þannig að hægt væri að taka á því og vinna með það. Það var skoðun Berglindar að hægt væri að fella saman forvarnir sem ættu við kynferðisofbeldi, einelti og annað ofbeldi. Nefndin leggur það til að búin verði til aðgerðaráætlun fyrir sóknir landsins sem hefur það að markmiði að verja þolendur annars vegar og starfsfólk kirkjunnar hins vegar. Fyrsta skrefið væri fræðsla, annað skrefið væri aðgerðaráætlun og síðan yrði þetta útfært betur. Grunnur lagður sem byggt væri ofan á. Dr. Berglind er tilbúin að leggja kirkjunni lið hvað varðar þessa vinnu. Það er skoðun nefndarinnar að það eigi að bjóða upp á öfluga fræðslu. Mikilvægt er að allir sem starfa með einum eða öðrum hætti á vettvangi þjókirkjunnar þurfi og eigi að sitja einhver námskeið og þá fyrst námskeið sem snýr að forvörnum. Þá þurfa allir sömuleiðis að þekkja þau viðbrögð sem ber að fara eftir kunni einhver mál að koma upp. Það var mikill áfangi þegar þjóðkirkjan setti á stofn fagráð og mótaði viðbrögð við kynferðislegu ofbeldi. Æskilegt er að meta verkefni fagráðs og skoða hvernig best verður búið að starfi þess áfram. Skynsamlegt er að fara yfir reglur um fagráðið og athuga hvort þær þurfi að endurskoða og hvort æskilegt sé að víkka starfsemi þess er varða viðbrögð gegn öðru ofbeldi. Leggur nefndin áherslu á að það sé gert í samvinnu við það góða fagfólk sem starfar í fagráði þjóðkirkjunnar. Eins og kynnt var í áfangaskýrslu nefndarinnar á kirkjuþingi árið 2011 náðist sátt milli þjóðkirkjunnar og þriggja af þeim fjórum konum sem nefndar eru í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Þann 10 júlí síðastliðinn var gengið frá niðurstöðu og sátt milli þjóðkirkjunnar og Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur. Nefndin hefur nú lokið því verkefni sem henni var falið á kirkjuþingi 2011. Við þökkum öllu því góða fólki sem hefur komið á fund nefndarinnar og miðlað okkur af þekkingu sinni og reynslu. Við bendum á áfangaskýrslu úrbótanefndar sem skilað var til kirkjuþings 2011 til frekari upplýsingar um störf nefndarinnar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.