Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Blaðsíða 53
53
skrá, að eyðublöð vegna starfsskýrslna verði endurskoðuð og tekin verði upp miðlæg
rafræn skráning helstu prestsverka.
16. mál 2011. Tillaga til þingsályktunar um kaup og sölu fasteigna.
Kirkjuráð óskar eftir að kirkjuþing 2012 heimili sölu þeirra fasteigna sem greinir í málinu.
Byggt er á fasteignastefnu kirkjuþings sem samþykkt var á kirkjuþingi 2011. Flestar eignir
þær sem beðið er um söluheimild á eru þær sömu og heimild var veitt fyrir á kirkjuþingi
2011, en óskað er eftir heimild til að selja sóknarpresti Húsavíkurprestakalls fasteignina
Ketilsbraut 20, Húsavík en það er í samræmi við samþykktir kirkjuþins 2011.
Fasteignir
Um fasteignanefnd
Samkvæmt 5. gr. starfsreglna um prestssetur og aðrar fasteignir þjóðkirkjunnar nr.
950/2009, skipar kirkjuráð þriggja manna fasteignanefnd þjóðkirkjunnar til fjögurra
ára og þrjá varamenn til sama tíma. Í nefndinni eru kirkjuþingsfulltrúarnir Bjarni Kr.
Grímsson, formaður, Margrét Jónsdóttir og sr. Svavar Stefánsson. Kirkjuráð hefur sett
nefndinni erindisbréf en verkefni hennar eru tiltekin nokkuð nákvæmlega í starfsreglum.
Nefndin er skipuð til 31. desember 2013.
Um störf fasteignasviðs
Fasteignasvið Biskupsstofu hefur með höndum umsýslu og rekstur fasteigna
kirkjumálasjóðs og fylgir eftir ákvörðunum fasteignanefndar.
Fasteignir kirkjumálasjóðs eru um 100 talsins, þar af 69 prestssetur. Nýjar starfsreglur um
prestssetur og aðrar fasteignir kirkjunnar tóku gildi í ársbyrjun 2010. Ýmsir verkferlar
varðandi fasteignaumsýslu hafa verið endurskoðaðir og leitast hefur verið við að gæta
aðhalds í hvívetna við þrengri fjárhagsaðstæður en áður. Skipulag vegna skjala og
upplýsinga hefur verið endurbætt.
Starf lögfræðings á fasteignasviði losnaði seinni hluta árs 2011 og var nýr lögfræðingur,
Kristín Björg Albertsdóttir, ráðinn í starfið frá 1. febrúar 2012.
Fasteignasvið sinnir almennum daglegum rekstri og umsýslu fasteigna undir stjórn
fasteignanefndar og sviðsstjóra. Hlutverk kirkjuráðs hvað varðar fasteignir er einkum,
nýbyggingar fasteigna, kaup og sala fasteigna, staðfesting langtímasamninga o.fl.
Helstu verkefni sem kirkjuráð hefur unnið að varðandi fasteignir eru sem hér segir:
Stafholt, Vesturlandsprófastsdæmi
Lokið hefur verið byggingu nýs prestsbústaðar á prestssetursjörðinni Stafholti, Vesturlands-
prófastsdæmi og hefur sóknarprestur þegar tekið við húsinu.
Hlíðarbraut 20, Blönduós, Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi
Seldur var prestsbústaðurinn að Hlíðarbraut 20, Blönduósi til skipaðs sóknarprests.
Kirkju þing 2011 heimilaði söluna.
Breiðbraut 672 a, b og c Reykjanesbæ (tvær raðhúsaíbúðir)
Seldar voru þrjár íbúðir í eigu kirkjumálasjóðs að Breiðbraut 672, Reykjanesbæ. Kirkjuþing
2011 heimilaði söluna.