Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Side 49
49
leikmannastefnu og prestastefnu tillögur að starfsreglum um kjör til kirkjuþings og gefa kost
á umsögn um þær.
Í kynningu skal gefa kost á að fjalla um þrjá mismunandi valkosti:
a) óbreytta kjördæmaskipan, níu kjördæmi
b) óbreytta kjördæmaskipan, níu kjördæmi hjá leikmönnum, en þrjú kjördæmi vígðra
c) óbreytta kjördæmaskipan, níu kjördæmi en eina kjördeild leikra og vígðra
Meðfylgjandi verði útreikningar á atkvæðavægi þessara valkosta.
Lagt er til að frambjóðandi til kirkjuþings þurfi ekki að afla meðmælenda.
Kirkjuráð leggi fram endanlegar tillögur að starfsreglum um kjör til kirkjuþings á kirkjuþingi
2012.
Kirkjuráð leggur fram tillögur að starfsreglum um kjör til kirkjuþings á kirkjuþingi 2012
eins og nánar er gerð grein fyrir síðar í skýrslu þessari.
18. mál. Starfsreglur um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa
Kirkjuþing 2011 samþykkti starfsreglur um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa og
öðlast þær gildi 1. janúar 2012. Í 5. gr. starfsreglnanna segir:
Kirkjuráð ákveður hvenær kosning skal fara fram.
Í samræmi við þetta ákvað kirkjuráð tímasetningar á kosningum biskups Íslands og
vígslubiskups í Hólaumdæmi sem fram fóru á árinu eins og áður hefur komið fram.
21. mál. Þingsályktun um stofnun æskulýðsnefndar þjóðkirkjunnar
Kirkjuþing 2011 samþykkti ályktun um stofnun æskulýðsnefndar þjóðkirkjunnar
2. gr. ályktunarinnar er svohljóðandi:
Kirkjuráð skipar æskulýðsnefndina til tveggja ára í senn. Í nefndinni eigi sæti tveir fulltrúar
úr öllum prófastsdæmum, þ.e. ungmenni undir tvítugu, og fulltrúa samkvæmt tilnefningu
viðkomandi héraðsnefnda, auk fulltrúa frá Æskulýðssambandi þjóðkirkjunnar og fulltrúa
frá Biskupsstofu sem sinnir barna- og unglingastarfi.
Auk þess skal fulltrúa KFUM/K boðið að sitja fundi nefndarinnar.
Kirkjuráð skipar formann og varaformann, en ritari nefndarinnar er fulltrúi á þjónustusviði
Biskupsstofu.
Kirkjuráð samþykkti að skipa fulltrúa í nefndina og aðra samkvæmt framanskráðu sem
hér greinir:
Fulltrúi KFUM og K er Hjördís Rós Jónsdóttir
Fulltrúi ÆSKÞ er Sunna Dóra Möller.
Fulltrúar prófastsdæma eru eftirtaldir:
Suðurprófastsdæmi:
Eldri: Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir, Selfossi
Yngri: Ísak Máni Jarlsson, Vestmannaeyjum
Kjalarnessprófastsdæmi:
Eldri: Sr. Sigurður Grétar Sigurðsson, Útskálum
Yngri: Torfey Rós Jónsdóttir, Garðabæ