Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Blaðsíða 50
50 51
Reykjavíkurprófastsdæmi vestra:
Eldri: Ísak Toma
Yngri: Katrín Helga Ágústsdóttir
Reykjavíkurprófastsdæmi eystra:
Eldri: Jónína Sif Eyþórsdóttir, Reykjavík, sem verði jafnframt varaformaður
Yngri: Konný Björg Jónasdóttir
Vesturlandsprófastsdæmi:
Eldri: Sr. Aðalsteinn Þorvaldsson
Tilnefning fulltrúa yngri hefur ekki borist.
Vestfjarðarprófastsdæmi:
Eldri: Sr. Fjölnir Ásbjörnsson
Yngri: Halldóra Jónasdóttir
Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi:
Eldri: Þorvarður Kristjánsson
Yngri: Sigurveig Anna Gunnarsdóttir
Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi:
Eldri: Pétur Björgvin Þorsteinsson, sem jafnframt verði formaður
Yngri: Þórkatla Haraldsdóttir
Austurlandsprófastsdæmi:
Eldri: Sr. Þorgeir Arason
Yngri: Jóhanna Sigfúsdóttir.
Biskup tilnefndi sem ritara nefndarinnar, Elínu Elísabetu Jóhannsdóttur, fulltrúa á
þjónustusviði Biskupsstofu.
22. mál. Þingsályktun um stefnu þjóðkirkjunnar um kristniboð
Kirkjuþing 2011 samþykkti ályktun um stefnu þjóðkirkjunnar um kristniboð.
Í þeim kafla stefnunnar sem nefnist „Aðgerðir“ segir:
Kristniboðs og hjálparstarfsnefnd sem skipuð er af kirkjuráði sem samstarfsvettvangur milli
hjálparstarfs og kristniboðs, biskupsstofu, og kirkjuráðs fyrir hönd safnaða þjóðkirkjunnar.
Kirkjuráð skipaði sem aðalmenn í nefndina sem hér greinir:
Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra kristniboðsfélaga, formaður,
Jónas Þórisson, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar og Katrín Ásgrímsdóttir,
kirkjuþings- og kirkjuráðsmaður.
Kirkjuráð óskaði eftir að Ragnheiður Sverrisdóttir, djákni og verkefnisstjóri á Biskupsstofu,
starfaði með nefndinni. Skipunin gildir til 30. júní 2015.
27. mál kirkjuþings 2011. Þingsályktun um endurskoðun á samkomulagi þjóðkirkjunnar
og guðfræði- og trúarbragðafræðideildar um samfylgdarkerfið og samvinnu um
kennimannlegt nám
Kirkjuþing 2011 samþykkti ályktun svohljóðandi:
Kirkjuþing 2011 ályktar að kirkjuráð skipi þriggja manna nefnd til að fara yfir samkomulag
þjóðkirkjunnar og guðfræði- og trúarbragðafræðideildar Háskóla Íslands um samfylgdarkerfið