Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Side 29

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Side 29
29 Ávarp innanríkisráðherra, Ögmundar Jónassonar „En nú þykir mér það ráð, að vér látum og eigi þá ráða, er mest vilja í gegn gangast, og miðlum svo mál á milli þeirra, að hvorirtveggju hafi nokkuð síns máls, og höfum allir ein lög og einn sið. Það mun verða satt, er vér slítum í sundur lögin, að vér munum slíta og friðinn.“ Svo mælti Þorgeir Ljósvetningagoði fyrir þúsund árum. Og þjóðin er enn á þessu máli. Því hér er ekki fjallað um trú heldur sið. Við fylgjum kristnum sið og síðan geta menn efast um trúarhita okkar hvers og eins og staðfestu. Kannski erum við sum heit í trúnni þegar við lendum í hafvillum og kólnum svo aftur þegar sér til lands, einsog Jón Helgason ýjaði að. Ef skip mitt í villum um höfin hrekst og himintunglanna leiðsögn bregzt, en sjórinn þýtur með þungum niði, þín ég leita drottinn. En þegar hafrænan ljær með lið og landið rís yfir hafsins svið, svo þekkja má hinar þráðu hafnir, þér ég neita drottinn. Kristni er trú en kirkjan er siður. Um það var deilt á Alþingi árið þúsund hvort hafa ætti heiðinn sið á Íslandi eða kristinn sið. Þorgeir taldi kristnina á sigurbraut og andóf væri vonlítið. Því skyldi kristni í lög tekin. Síðan var mönnum frjálst hvort þeir vildu trúa á hinn hvíta Krist eða hinn almáttuga Ás, allt eftir sannfæringu sinni. Þessi regla hefur gilt síðan. Og þjóðin var spurð um þetta aftur nú þúsund árum seinna. Það er góð regla að taka málið upp á þúsund ára fresti. Það er eins nálægt dagatali eilífðarinnar og við dauðlegir menn getum skilið. Og þjóðin svaraði og komst að sömu niðurstöðu og Þorgeir. Við skyldum hafa kristinn sið. Snorri segir svo frá í Heimskringlu að skömmu eftir kristnitöku hafi Sighvatur skáld þá nýkominn frá Íslandi átt orðastað við Ólaf konung Haraldsson, sem við Íslendingar kölluðum jafnan Ólaf digra. „Ólafur konungur spurði eftir vendilega hvernig kristinn dómur væri haldinn á Íslandi. Þá þótti honum mikilla muna ávant að vel væri því að þeir sögðu frá kristnihaldinu að það var lofað í lögum að eta hross og bera út börn sem heiðnir menn og enn fleiri hlutir þeir er kristnispell var í.“ Enn er misjafnt hvernig okkur ferst kristnihaldið og er þá átt við siðinn sjálfan. Deilt er um mannanna verk og mun svo verða áfram. En Þjóðin var spurð um sið og svarið var afgerandi. Þess vegna verður kirkjan enn um sinn eign þjóðarinnar. Og þjónar kirkjunnar því þjónar okkar allra og þjóðin og kirkjan munu fylgjast að í blíðu og stríðu og verða ekki aðskilin. Kirkjan verður að umbera þjóðina og þjóðin verður að umbera kirkjuna, ekki
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.