Félagsbréf - 01.12.1959, Qupperneq 9
SIGURÐUR EINARSSON:
Magnús Ásgeirsson skáld
Erindi jlutt á bókmenntakynningu stúdenta í
hátíSasal háskólans síSast li'Sinn vetur.
I
I
Skald ERU HÖfundar ALLRAR rÝNNI. Þannig kveður Snorri Sturluson
að orði, og svo mergjaður sannleikur fellst í þessum fáu orðum, að ég veit
fáa þá, er við þeim hafi árætt að hrófla. Nú leiðir það af sjálfu 6ér, að
hlutur þeirra, sem skáld eru og hinna er skáld vilja kallast, er ærið mis-
jafn, ekki aðeins um afköst og gæði skáldskapar síns, heldur og um aðild
að þeirri vitsmunauppsprettu, sem Snorri nefnir rýni. En um hann, sem
vér minnumst hér í dag, Magnús Ásgeirsson skáld, er öldungis þarflaust
að hafa nokkurn fyrirvara um þetta efni.
Magnús Ásgeirsson var rýninn maður og vissi er á leið ævina fjöld
fræða, þeirra er skáldskap heyra, þróaðist merkilega að vizku og verk-
kunnandi, ekki sízt vegna rýni sinnar. En það þykir mér athyglisverðast í
þessu sambandi, hve ungur Magnús er að árum og lítt reyndur, þegar
hann er þegar búinn að átta sig á þessu eðli sínu, að hann er maður efans
og rýninnar. Til þess benda honum að vísu gerð hans og hneigð allsterk-
lega. En hann gerir sér það ljóst á þeim aldri, sem margur æskumaður veit
lítið í barm sér og skilur ennþá minna. Tuttugu og tveggja ára gefur
Magnús út fyrstu ljóðabók sína SíSkveld. Þar birtir hann kvæði um efann,
sem er eitt athyglisverðasta kvæðið í kverinu, einkum ef leita skal skilnings
á Magnúsi sjálfum. Hann einkennir efann meðal annars með þessum orðum:
Hann biður villtur vizkuna
um vegarljós.
Það liggur við, að Magnús tali um efann og ávarpi efann í þessu kvæði
tneð lotningarfullri tilbeiðslu. Hann lýkur kvæðinu með þessum hendingum: