Félagsbréf - 01.12.1959, Síða 14

Félagsbréf - 01.12.1959, Síða 14
12 FÉLAGSBRÉF í hug að víkja af sér áhyggjum og gera sér glaða stund. Það kom ávallt fyrir á þeim árum og var ekki talið með mannlýtum. Nokkrum þessara manna kynntist ég þegar á þeim árum, beinlínis fyrir tilstuðlan Magnúsar, og varð mér bæði að gagni og þroska. Vil ég þar einkum nefna þá Bene- dikt Sveinsson, Árna Jónsson frá Múla, Bjarna Ásgeirsson. Bjarna frá Vogi kynntumst við báðir snemma á þessum árum. Hér skiptir engu máli, hver hlutur minn var í þessum kynnum, utan það eitt, hve gagnsamleg þau voru mér ungum um það að nema fagurt mál, og svo vissi ég einnig, að Magnús leit á. Hitt og, að við þær samfélagsástæður, sem þá ríktu í Reykjavík. mátti það auðveldlega verða ungum mönnum nokkur eggjan að eiga talskost og kynna við slíka menn sem þessir voru og jafn góð'a drengi. Og mætti hér fleiri nefna ti'l. Nú drep ég á þetta fyrir því, að kynni við menn urðu Magnúsi frá önd- verðu mikill örlagaþáttur, svo mikill einfari, sem hann var. Hann var mikil- lega háður slíkum kynnum, það er að segja samneyti við menn, sem yfir áttu að ráða andlegu bolmagni og lífsreynslu ásamt góðvild og skiln- ingi. Án andlegs nábýlis við slíka menn — eða konur — gat Magnús aldrei notið sín. En svo ungan man ég Magnús ekki, að hann væri lítillátur 'þiggj - andi einvörðungu í slíkum hópi, hvort sem virðingarmenn meiri eð'a minni voru annars vegar, eða hvort heldur voru húsbændur, veitendur, eða þeir, sem orðræðum stýrðu. Einhvern veginn var Magnús á þessum árum jafnati gildari í hópi góðra drengja en efni hans, aldur, menntun eða þjóðfélags- leg aðstaða sýndust beinlínis gefa tilefni til. Hann var þá með æskuþrek sitt óbugað, eins og fyrirheit, sem enginn efaðist um að rætast mundi, hversu óspámannlega sem hann réð stundum fram úr smátilvikum daglegs lífs. Þetta þýðir, að Magnús Ásgeirsson var karahter -— eitt eintak sérkennt meðal manna þeirrar kynslóðar, sem ég heyri til, þekkilegur, snjall og öllum öðrum ólíkur. Að sjálfsögðu ber að færa nokkur rök fyrir fullyrðingu sem þessari: FyrsU ljóðabók Magnúsar SíSkveld kemur út árið 1923. Hún vakti enga verulega athygli á honum sem skáldi og raunar miklu minni en verðugt var. Magnús vænti sér og eigi mikils af þessari frumsmíð sinni, en fullvel man ég það, að útkoma hennar og viðtökur urðu þó að ýmsu leyti vonbrigði, og er slíkt að líkindum reynsla allra byrjenda. En upp úr þessu tekur Magnús brált að birta ljóðaþýðingar sínar úr erlendum málum. Fyrsta hók hans með þýddum Ijóðum kom út árið 1928. Ég held, að þegar upp úr því hafi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.