Félagsbréf - 01.12.1959, Síða 15

Félagsbréf - 01.12.1959, Síða 15
FÉ-IAGSBRÉF 13 Magnús farið að njóta dálítillar viðurkenningar á fjárlögum vegna þýð- inga sinna og bókmenntastarfa. Og alveg er mér það efalaust mál, og byggi það á persónulegum kynnum og viðræðum við ýmsa þá, er þar áttu hlut að máli, að framan af árum var það vissulega fremur að þakka vin- sældum Magnúsar og þeim sérkennilega og minnilega iþokka, sem hann bauð af sér í kynnum, en almennum skilningi þingmanna á bókmenntagildi þessara starfa hans og því að þarna var snillingur að rekja af sér reyfarnar og brjótast íram á við til merkilegs þroska. En aðstoð var þetta samt, sem skylt er að viðurkenna og þakka og ekki sízt þegar þess er gætt, að allt of mörgum stundum sinnar allt of skömmu ævi varð Magnús að verja til þess að bæta úr brýnustu nauðsynjum, og þá vitanlega á kostnað þeirra hugðareína, sem bezt féllu ,að hæfileikum hans. Og ég held, að ég geri honum ekki rangt til, þó að ég segi, að búskapur allur og umsýsla í þrcngíi merkingu, var honum mjög ófallin, enda víðsfjarri áhugamálum hans og listrænum markmiðum. Monum hætti til að líta á allt þess háttar sem borgaralegt smánudd, því að liann var í eðli sínu boheme og um leið of ráðríkur til þess að geta þolað ulanaðkomandi öflum að draga mörk urn persónulegt svigrúm sitt. Mönnum af þessari gerð er árekstrahætt, að minnsta kosti ef þeir eru ekki fæddir með gullskeið í munninum. Og Magnús slapp ekki við sársauka þessarar óþjálu sambúðar við veröldina og borgaralegt samfélag. En það var gifta hans, að' hann var svo mikill af sjálfum sér og vitur að þessir árekstrar gerðu hann ekki beiskan, smá- munasaman eða sýtinn, gerðu hann livorki hrjúfan ákomu né þröngsýnan. Þeim sló inn og urðu honum hluti þeirrar sárkeyptu, mannlegu reynslu sem átti sinn drjúga þátt í því að ljúka upp skilningi hans á mörgum þeim meistaraverkum, sem hann tók til meðferðar. Vera má að þetta blasi hvergi svo augljóslega við, sem í kvæðinu um fangann eftir Oscar Wilde, sem út kom 1939. Það skilar því listaverki enginn á framandi tungu svo meist- aralega sem Magnús Ásgeirsson hefur kveðið það á íslenzku, nema hann hafi mætt höfundinum sjálfum á refilstigum undirdjúpanna og lifað þá þjáningu einn og utangarðs við öryggi samfélagsins, sem er kveikur þessa stórbrotna vierks. Árið 1941 verður mikil og gifturík breyting á högum Magnúsar Ásgeirs- sonar. Það ár gerist hann bókavörður bæjarbókasafnsins í Hafnarfirði og sama ár kvæntist hann síðari konu sinni, Önnu Guðmundsdóttur, sýslumanns
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.