Félagsbréf - 01.12.1959, Síða 20

Félagsbréf - 01.12.1959, Síða 20
18 FÉLAGSB RÉF Gunnar Gunnarsson 1938, allmargar smásögur valdar af mikilli smekk- vísi, sem birtust í safninu: Sögur frá ýmsum löndum, — og fleira, sem hér er ekki rúm að telja. Magnús ætlaði sér engan hlut á þessu sviði, hvorki um kynningu erlendra bókmennta, né hitt að sýna, hversu slíkt mætti vinna. Þetta voru ígripa- störf, en þó flest með því nærgætnislega snilldarhandbragði, sem Magnúsi var eiginlegt. Þýðingin á Svartfugli er t.d. á ýmsa lund mjög merkilegt verk. Svartfugl er töfrandi bók frá hendi Gunnars Gunnarssonar, svo sem við- urkennt er. Það er í henni undir fáguðu og hnitmiðuðu yfirborði dulúðig- ur seiður, sem skref fyrir skref þokar oss með síra Eyjólfi nauðugum, til þess að lifa losta og kvöl óumflýjanlegra örlaga Steinunnar og Bjarna, fagnaðarfyllingu þeirra og óútmálanlega þjáningu. Þetta er met í verki Gunnars Gunnarssonar, hnitmiðað, tjáð á kyrrlátan hátt, ofsi sjálfra fjör- brota blóðsins haminn í járnviðjum kunnáttu og gkrharðrar einbeitni. F.n þetta er líka allt í verki Magnúsar — þýðingunni. Og hefur raunar oftar en einu sinni orðið mér íhugunarefni í þá átt, hvort það sé ekki dálítið fölsuð orðmynt, sem vér látum renna úr vasa í vasa, að ekki sé auðið að þýða svo, að þýðingin skili frumverkinu. Jú, þetta má vissulega takast. Þýðing getur orðið jafngild á sína tungu frumverkinu, þegar allar góðar ástæður eru fyrir hendi. Hún getur svo sem orðið lakari, nóg eru dæmi þess. Og hún getur orðið betri. Þannig er t.d. þýðing Magnúsar á Ferfi til Islands eftir W. H. Auden (Isl. nútímalýrik 1949). Það er miklu betra kvæði og innilegra listaverk en frumkvæðið. Orsökin er sú, að þar þýð:r íslendingurinn og snillingurinn Magnús Ásgeirsson það sem útlendingur- inn og snillingurinn Auden kveður um ísland og lánar honum um leið í verkið alla samlifun sína við sögu, örlög og tímabundið ásigkomulag þjóð- ar vorrar, skilar dálítið hrokafullri glettni Audens algjörlega trúlega á íslenzku, en gerir um leið hverja hendingu dýpri, breiðari og mýkri af innri samlifun sjálfs sín við þessa þjóð, sem Auden er að kveðja jatn fáfróður um hana og hann kom. Sama máli finnst mér gegna um kvæði Nordahls Griegs Á Þingvöllum, tileinkað Ragnari Jónssyni. Kvæði Griegs er stórfenglegt, víðfaðma og fagurt. Svo er og þýðing Magnúsar, en hun dregur arnsúg af margra kynslóða reynslu í þessu landi, sem jafnvel hinn skyggni, norski gestur gat ekki haft og verður fyrir vikið dýpra verk og fundnara. Mörg dæmi slík ætla ég, að finna megi í ljóðaþýðingum Magnusar. Og svo eitt að lokum: Magnús Ásgeirsson, maðurinn, persónan, var meiti
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.