Félagsbréf - 01.12.1959, Page 22

Félagsbréf - 01.12.1959, Page 22
BIRGIR SIGURÐSSON: ÁNING Hröð er förin örskömm dvöl á áningarstað verum því hljóð hver snerting er kveðja í hinzta sinni. ÞÖGUL ORÐ Þú hefur sagt mér að þar sem dagur og nótt haldast í hendur og draumurinn vakir á augum svefnsins hafi sál þín búið sér hvílu Og þú hefur sagt mér að laða heim ljóð mín á ný og gefa þeim hjarta sem hljómar við andardrátt þeysins sem hvíslar við glugga og dyr Svo þau rísi úr sál minni og hverfi til þín þar sem þú hvílir í draumi með þögul orð á vörum.

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.