Félagsbréf - 01.12.1959, Síða 23

Félagsbréf - 01.12.1959, Síða 23
JÓN DAN: Skjólstæðingar dauðans fala mann TJ"m þessar mundir, komu feðgar austan frá Látrum að Sofnhól. Þeir voru frændur Sofnhólsbræðra og báru þess merki, ljóshærðir menn og grá- eygir, en lágir vexti og kvikir, og hétu báðir Guttormur. Þeir voru með þrjá til reiðar. Það má segja, að þeir hafi ekki sótt sem bezt að, en þeir gerðu ekki miklar kröfur, voru sýnilega hæglætismenn, sem lítið fór fyrir. Þeir voru næsta undarlegir, karl eineygur og strákur bæklaður á hendi. Ekki báðu þeir um leiðsögn, en fóru víða á eigin spýtur. Þeir viku góðu einu að hverjum sem var, jafnt börnum og skeprfum, og klöppuðu og þukluðu krakk- ana eins og kálfana, líkt og reyndu þeir að gera sér ljósa grein fyrir fall- þunganum. f Sofnhól bjó frá því í fardögum Andrés Halldórsson. Hann hafði tekið við búinu í vor, þegar faðir þeirra bræðra dó. Þá hafði líka staðið til, að yngri bróðirinn, Ásmundur, hæfi búskap í Sofnhól að ári liðnu eða svo, þegar hann hefði reist sér hús, en nú var sú ætlun úr sögunni. Því um það leyti, sem faðir þeirra var grafinn, dó stúlka á næsta bæ af hörmuleg- um slysförum. Hún var unnusta Ásmundar, og upj) frá því bar hann ekki sitt barr. En nú komu feðgar úr Austur-sýslunni og settust að í Sofnhól og enginn vissi erindi þeirra. Þeir fóru mjög einir, en þó bárust fregnir af ferðum þeirra. Tvisvar hafði Halldór litli Andrésson séð þá upp við stíflulón, og af sögn drenghnokkans mátti ráða, að ekki hefðu þeir farið ómýkri höndum um vatnsstokkinn og stíflugarðinn efra en börnin og lömbin hér neðra. Þeir máttu kallast furðulegir í háttum. Dapurleiki atburðanna í vor hvíldi enn yfir Sofnhól, en þeim Látra- feðgum var auðvitað sýnd full gestrisni. Helzt féll það í hlut Andrésar og konu hans að hafa ofan af fyrir þeim, eða þeirra var viljinn og skyldan,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.