Félagsbréf - 01.12.1959, Page 27

Félagsbréf - 01.12.1959, Page 27
FÉLAGSB RÉF 25 eru saman. Ég er líka., æði sterkur þó ég sé ekki hár í loftinu, og einstak- lega frár á fæti. Þar að auki sé ég hvort vatn rennur upp í móti eða niður í móti, svo mér er ekki alls varnað. Gáfurnar þínar, gáfurnar þínar, sagði karl. Og hver á að smíða rafstöðina? spurði Ásmundur enn. Karl leit á hann og það brá fyrir glampa í auga hans. Þú, lambið mitt. Til þess. komum við hingað, sagði strákur. Ásmundur leit á þá báða. Komið var einkennilegt blik í auga karls, kannski glettni, og strákurinn virtist skemmta sér hið bezta. Eruð þið að fala mig? spurði Ásmundur. Við höfum sjálfsagt ekki borið okkur rétt að, sagði karl, en það var ætlunin. Af hverju mig? spurði Ásmundur. Það eru vanir menn fyrir austan. Þú ert frændi okkar og mömmu langar að fá þig og við reiknuðum út að þú kæmir. Ég held þið hafið misreiknað ykkur, sagði Ásmundur enn með sömu hægðinni. Ég held þið séuð aular. Ég ætti ekki annað eftir en að fara með ykkur austur, ég sem þoli ekki að horfa upp á ykkur, annan augalausan en hinn fingurvana. Já, sagði karl, við erum hálfbæklaðir klaufar, en hitt er ekki satt, við erum bærilega viti hornir. Ég get dregið út kvaðratrót, sagði stráksi, og ég skal nefna þér hvert einasta gras, sem vex hér í Sofnhól, og ég get sagt þér nafn á hvaða fugli, sem þú bendir á, og ég skal telja upp öll Grímsvatnagos, fleiri en skráð eru. En hvernig fórstu að reikna út að ég kæmi austur með ykkur? spurð'i Ásmundur. Það var Iafhægt, sagði stráksi. Móðurmissir og föðurmissir að viðhætt- um unnustumissi, sama sem brottför að heiman. Ásmundur stóð upp Farðu til andskotans, sagði hann hægt og án þess að hækka röddina. Farið þið báðir til andskotans. Ekki nema það þó, tveir Guttormar að koma hingað, tveir skjólstæðingar dauðans, og fala lifandi mann. Hann fór út, og karl tautaði: Klaufar til orðs og æðis, klaufar til orðs og æðis. En strákur sagði:

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.