Félagsbréf - 01.12.1959, Qupperneq 29

Félagsbréf - 01.12.1959, Qupperneq 29
FÉLAGSBRÉF 27 Hann fór burtu, en bróðir hans gekk til andvöku sinnar. Næsta morgun lögðu þeir feðgar og Ásmundur af stað austur að Látrum. Fjögur ár liðu. Fregnir af Ásmundi voru alltaf af skornum skammti. ’Guðborg skrifaði að vísu stöku sinnum og Ásmundur líka, og rafstöðin var löngu fullgerð, •en ekki minntist Ásmundur á heimkomu í bréfum sínum. Á þeim var ekk- ert að græða. Guðborg vék að barni dóttur sinnar og Ásmundar, og aftur var minnzt á barn, og Andrés þóttist vita að það væri annað barn, en legði bann eyrun vel við því, sem ósagt var í bréfum hennar, gat bann af því ráðið, að heilsa Ásmundar væri ekki eins og bezt yrði á kosið. „Hann hefur fært okkur öllum gleði“, skrifaði hún, „með sínum högu höndum og hóg- væru prúðmennsku. Ekki þarf við' Guð að sakast um það, sem honum var gefið, jafnvel þó eitthvað hafi verið aftur tekið.“ Og síðast kom bréf frá Ás- mundi og þar stóð: „Ég uni mér vel hérna á Látrurn. Það er aðeins þegar ég finn til heimþrár.“ Þá leit Andrés upp úr bréfinu. Hann tók sig upp að loknum slætti og hélt austur með fjóra til reiðar. Hann fór dagfari og náttfari, var heppinn með vötn og kom á miðjum degi að Látrum. Hann batt hesta sína við traðarhlið og gekk upp túnið. Maður stóð í bæjardyrum og heilsaði honum. Það var Guttormur yngri. Komdu sæll, írændi minn, sagði hann. Þú ert býsna vel ríðandi. Gakktu í bæinn. Það ætla ég að þiggja, sagði Andrés, en lofaðu mér fyrst að virða fyrir mér bæjarhúsin. 0, þetta eru þokkalegustu liús, sagði Guttormur, og ekki verri að innan. Komdu inn og sjáðu til. Karl faðir hans kom nú út á hlað og heilsaði gesti. Þú kemur með fjóra til reiðar? sagði hann og var óhýr á svip. Já. Hverju sætir það? Eru þeir of margir? Allt of margir, sagði karl. Það er ills viti að vera með l’jóra til reiðar, sagði strákur. Að Látrum hefurðu ekkert að gera með fjóra hesta. Við pabbi kunnum. ekki að járna hesta. Það kann bróðir minn, sagði Andrés.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.